Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

307. fundur 27. júlí 2006

307. (1) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 27. júní 2006 í samkomusal Gróttu í íþróttamiðstöðinni kl. 17.30.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Magnús Ö. Guðmundsson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1.       Formaður setur fyrsta fund hjá nýju ÆSÍS.

2.       Drög að erindisbréfi ÆSÍS lagt fram.

3.       Stefnumótun skíðasvæðanna 2007-20012.

4.       17. júní.

5.       Leikjanámskeið.

6.       Erindi frá Krabbameinsfélaginu

7.       Önnur mál.

a)      Styrkbeiðni frá handknattleiksdeild vegna lyftingatækja.

b)      Styrkbeiðni frá fimleikadeild vegna Svíþjóðarferðar.

 

1          Formaður bauð fundarmenn velkomna. Kjörinn varaformaður, Magnús Örn Guðmundsson og ritari, Páll Þorsteinsson.

 

2          Drög að erindisbréfi nefndarinnar lögð fram til skoðunar. 

 

3          Stefnumótun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs (SHB) 2007 – 2012 lögð fram til skoðunar. 

 

4          17 júní.  Margrét Sigurðardóttir lagði fram skýrslu um framkvæmd 17. júní  hátíðahaldanna.

5          Leikjanámskeið.  MS lagði fram skýrslu um stöðu sumarstarfs.  Leikjanámskeið ganga                       vel. Sérstaklega var vakin athygli á kjörum leiðbeinenda á leikjanámskeiðum sem fá laun

samkvæmt launaflokki 115.  Eru þau lægri en störf flokksstjóra í Vinnuskólanum sem eru í launaflokki 120, en fyrir fáum árum voru laun þessara hópa á Seltjarnarnesi svipuð.   ÆSÍS telur mikilvægt að leiðbeinendum á leikjanámskeiðum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð og umfang starfsins.  Málinu vísað til Fjárhags- og launanefndar og óskað eftir því að nefndin skoði hvort þetta misræmi sé eðlilegt samkvæmt starfslýsingu. 

   

6          Lagt fram erindi frá Krabbameinsfélaginu vegna ljósabekkja í Sundlaug Seltjarnarness.

            Haukur Geirmundsson greindi frá því að ekki verði settir upp ljósabekkir að svo stöddu.

 

7          a) Styrkbeiðni frá handknattleiksdeild vegna lyftingatækja.  Samþykkt að veita 45.000 kr. til kaupa á nýjum handlóðum.                

b) Styrkbeiðni frá fimleikadeild Gróttu vegna Svíþjóðarferðar.  Samþykkt að veita 140.000 króna styrk vegna ferðakostnaðar tveggja þjálfara.

Samþykkt að ÆSÍS setji skýrar reglur um styrki ráðsins.  Reglurnar verði aðgengilegar á vef bæjarins. 

c) Fundargerð vinnuhóps vegna stækkunnar fimleikasalar lögð fram ásamt punktum formanns ÆSÍS um framtíðarsýn fimleikadeildarinnar.

 

 

Fundi slitið kl. 19.15Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?