Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

309. fundur 20. september 2006

309. (3) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 20. september 2006 í samkomusal Gróttu kl. 17:00.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1. Gervigrasvallarumræður. 2003090031

2. Styrkir ÆSÍS. 20060900043

3. Tómstundastyrkir. 2006090044

4. Aðstaða fatlaðra í sundlaug. 20060900045

5. Málefni Selsins.20060900046

6. Forvarnarvika.20060900047

7. Önnur mál.

Aðgangur minnihlutahópa að íþróttastarfi. 2006080024

  Styrkbeiðni Ultra Mega Technobands Stefáns. 2006080013

1. Gervigrasvallarumræður.
Fundurinn hófst með heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ þar sem skoðuð var aðstaða við nýjan gervigrasvöll.  Aðstaða í nýrri stúku var skoðuð.  Tilgangur ferðarinnar var að afla upplýsinga vegna undirbúnings framkvæmda við fyrirhugaða stúku við völlinn við Suðurströnd.  Hilmar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu og Björgvin Finnsson, knattspyrnuþjálfari og íþróttafulltrúi Gróttu tóku einnig þátt í heimsókninni. 

Fundi framhaldið í Íþróttamiðstöð kl. 18.45  Framkvæmdastjóri upplýsti um gang framkvæmda við völlinn við Suðurströnd.

2. Styrkir ÆSÍS. 20060900043

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að reglugerð um styrki á vegum ÆSÍS.  Verða þau höfð til hliðsjónar við mótun stefnu ÆSÍS í þessum málum.  Umræðu verður fram haldið á næsta fundi.

3. Tómstundastyrkir. 2006090044

Lögð var fram tillaga meirihlutans um tómstundastyrki.  Er hún svohljóðandi:

Fulltrúar meirihlutans leggja til að hafin verði undirbúningur að því að koma á tómstundastyrkjum fyrir börn 6 til 18 ára á Seltjarnarnesi í samræmi við stefnuskrá núverandi meirihluta fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar.

Formanni ÆSÍS verði falið að vinna að útfærslu tómstundastyrkja ásamt embættismönnum bæjarins.

Markmiðið er að öllum börnum og ungmennum á Seltjarnarnesi verði gert kleift að sinna uppbyggilegu tómstundastarfi með tómstundastyrkjum óháð efnahag fjölskyldna, börnum og ungmennum til heilla.

Styrkurinn nemi 25.000 kr. á barn á ári 6 til 18 ára og nýtist í hverskyns íþrótta-, lista-  og tómstundaiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt verði að því að styrkurinn geti komið til greiðslu vorið 2007.

Tómstunastyrkur þessi er aukinn stuðningur við barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi og eykur valfrelsi barna og ungmenna til  tómstundaiðkunar. 

( Sign ) Lárus B. Lárusson                    ( Sign ) Páll Þorsteinnsson

( Sign ) Unnur Ingibjörg Jónsdóttir    ( Sign ) Haraldur Eyvinds Þrastarson

Tillagan samþykkt samhljóða.

4. Aðstaða fatlaðra í sundlaug. 20060900045

Framkvæmdastjóri greindi frá þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að tryggja fötluðum búningsaðstöðu vegna sundkennslu í Sundlaug Seltjarnarness veturinn 2006 – 2007.

5. Málefni Selsins. 20060900046

Forstöðumaður lagði fram skýrslur um sumarnámskeið og listahóp. Nefndarmennn fögnuðu vel unnum skýrslum um starfsemina. Forstöðumaður lagði til að gert verði ráð fyrir starfsemi listahópsins í fjárhagsáætlun 2007. Tekið var jákvætt í þá málaleitan.    

6. Forvarnarvika. 20060900047

28. september er forvarnardagur.  Skipulögð dagskrá verður á vegum Selsins og Valhúsaskóla þennan dag. 

7. Önnur mál.

A Aðgangur minnihlutahópa að íþróttastarfi.

Erindi frá ÍSÍ. lagt fram.  Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu skriflega. 

B Styrkbeiðni Ultra Mega Technobands Stefáns.

Erindinu vísað til Menningarnefndar.

C Fyrirspurn frá Felix Ragnarssyni:

“Hversu langt er vinna við hina nýju stúku komin, en fyrir liggur samþykkt um að hún verði tilbúin í maí 2007.  Samþykktin er frá 622. fundi bæjarstjórnar 21.september  2005.” 

Óskað er eftir skriflegu svari formanns á næsta fundi ÆSÍS.

 

Fundi slitið kl. 20.13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?