Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

314. fundur 14. desember 2006

314. (8.) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 14. desember 2006 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1.  Fundatímar ÆSÍS. fyrir næsta ár.
2.  Reglur um styrki ÆSÍS til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála.
3.  Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2006.
4.  Áramóta- og þrettándabrenna.
5.  Önnur mál.
a)  1. des. skemmtun Valhúsaskóla.
b)  Auglýsing í BIG MAP

1.  Fundatímar ÆSÍS fyrir næsta ár. Málsnúmer: 200401003
Áætlun um fundatíma ÆSÍS 2007 lögð fram.


2.  Reglur um styrki ÆSÍS til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála.
Málsnúmer: 2006090043
Tillögur formanns lagðar fram og samþykktar.  Framkvæmdastjóra og æskulýðsfulltrúa falið að kynna forsvarsmönnum íþrótta- æskulýðs- og tómstundamála í bænum nýjar reglur.   
 

3. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2006. Málsnúmer: 2006090049

Íþróttamaður og -kona Seltjarnarness verða útnefnd 25. janúar 2007.   

4.  Áramóta- og þrettándabrenna. Málsnúmer: 2006120030
Undirbúningur gengur vel.

5.  Önnur mál.
a)  1. des skemmtun Valhúsaskóla.
Æskulýðsfulltrúi sagði frá vel heppnaðri skemmtun 1. desember.  Þátttaka var almenn og samkoman heppnaðist í alla staði vel og var nemendum, foreldrum og öðrum er að skemmtuninni komu til sóma. 

b)  Auglýsing í BIG MAP Málsnúmer: 2006120009

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu. 

 

Fundi slitið kl. 18:27



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?