Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

317. fundur 15. febrúar 2007

317. (11.) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 15. febrúar 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

 

  1. Tómstundastyrkir
  2. Sumardagurinn fyrsti
  3. Búningsklefar, félagsaðstaða og stúka gervigrasvallar
  4. Önnur mál

 

1. Tómstundastyrkir. Málsnúmer 2007020038

Formaður lagði fram tillögu að reglum um tómstundastyrki Seltjarnarnesbæjar sem taka munu gildi 1. september 2007 fyrir veturinn 2007 – 2008. Foreldrum barna á aldrinum 6 – 18 ára og íþróttafélaginu Gróttu verða kynntir styrkirnir fyrir þann tíma.  Systkinaafslættir til iðkenda hjá Gróttu verða endurskoðaðir þegar tómstundastyrkir verða teknir upp. Samþykkt samhljóða.

 

2. Sumardagurinn fyrsti og afmæli Gróttu. Málsnúmer 2007020048

MS kynnti að auk hefðbundinna atriða á Sumardaginn fyrsta verður haldið upp á 40 ára afmæli íþróttafélagsins Gróttu þennan dag.  Framkvæmdastjóra falið að óska þess við Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar að ÆSÍS. fái aukafjárveitingu vegna afmælisgjafar til Gróttu. 

 

3.  Búningsklefar, félagsaðstaða og stúka gervigrasvallar. Málsnúmer 2003090031

Formaður sagði frá frumhugmyndum um fyrirhugaða stúkubyggingu við gervigrasvöll.  Hönnunarferli er hafið og fyrstu hugmyndir verða kynntar eins fljótt og kostur er. 

 

4.  Önnur mál

A) Felix Ragnarsson spyr hvort til sé rýmingaráætlun fyrir íþróttamiðstöð.  HG svaraði því til að lögbundin skilti sem vísa á flóttaleiðir í húsinu væru sú rýmingaráætlun sem til staðar væri. 

 

B) Formaður upplýsti að Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hefði verið heiðraður á 112 deginum nýlega fyrir það að veita gesti Íþróttamiðstöðvar skyndihjálp á síðasta ári.  Hann taldi þetta gott dæmi um mikilvægi skyndihjálparnámskeiðs fyrir starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar, íþróttaþjálfara og starfsfólk Selsins. 


C) Framkvæmdastjóri lagði fram útreikninga vegna systkinaafsláttar iðkenda hjá knattspyrnudeild Gróttu.  Málsnúmer: Samþykkt samhljóða


D) Boð um að auglýsa í HM blaði. Málsnúmer: 2007010058. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

 

E)  Boð um heiðursáskrift að 100 ára afmælisriti UMFÍ.. Málsnúmer: 2006120023. Hafnað.

F)  Framkvæmdastjóra falið að koma því á framfæri við þjálfara að iðkendur fari frá búningsklefum út á gervigrasvöllinn ofan við íþróttahúsið á meðan á framkvæmdum stendur. 

 

G)  MS spurði hvort gert væri ráð fyrir mögulegri stækkun á félagsaðstöðu við félagsheimilið inn á nýju skipulagi bæjarins.

Formaður svaraði því að það yrði væntanlega skoðað samhliða hönnun lóðar og mannvirkja sem fyrirhuguð eru á lóð íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Fundi slitið kl. 18: 59

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?