Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

318. fundur 13. mars 2007

318. (12.) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 13. mars 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Unnur I. Jónsdóttir, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1.  Stúka við gervigrasvöll.  Kynning hönnuða.
2.  Rýmingaráætlun og brunavarnir.
3.  Styrkbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu vegna bikarleiks.
4.  Styrkbeiðni fimleikardeildar.
5.  17. júní, drög að dagskrá.

1.  Stúka við gervigrasvöll.  Kynning hönnuða.
Ögmundur Skarphéðinsson og Grímur Már Jónasson kynntu frumtillögur að stúku og annarri aðstöðu við gervigrasvöllinn.

 

2.  Rýmingaráætlun og brunavarnir
Framkvæmdastjóri kynnti að gerð er úttekt á rýmingarleiðum í íþróttamiðstöð tvisvar á ári og að starfsemi hússins sé samkvæmt reglum um brunavarnir og rýmingu. 

 

3.  Styrkbeiðni Handknattleiksdeildar Gróttu vegna bikarleiks.

Samþykkt samhljóða að veita 250.000 kr. til þessa verkefnis.

 

4.  Styrkbeiðni fimleikardeildarinnar

Sótt um styrk vegna þátttöku í Norðurlandamóti.  Samþykkt samhljóða að veita 140.000 krónur til þessa verkefnis. 

 

5.  17.  júní, drög að dagskrá.
MS kynnti að vinna við undirbúning vegna hátíðahalda er hafin. 

 

Fundi slitið kl. 18:52

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?