Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

321. fundur 12. júní 2007

321. (15.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 12. júní 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30. 

Mættir voru: Lárus B. Lárusson,  Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson og Páll Þorsteinsson.  Forföll boðuðu Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.           

 1. Ársreikningur Gróttu Málsnúmer.20070060061

  Bjarni Torfi Álfþórsson kynnti ársreikninga Gróttu 2006.
 2. Tómstundakönnun ÍTS. Málsnúmer 2007050011

  Nýgerð könnun um íþrótta- og tómstundaiðkun barna á Seltjarnarnesi lögð fram.

 3. Kynning - Allir í sund. Málsnúmer 2006080033

  Laugardaginn 9. júní samfara menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar var frítt í sund og samstarfsverkefni Símans, sundsambandsins og sveitarfélaga sem hefur fengið nafnið "Allir í sund" var einnig þennan sama dag. Samstarfsverkefnið er haldið víðs vegar um landið á þessum degi og er hugsuð sem hvatning til sundiðkunar. Aðsókn í laugina var góð og stemmning fín.

 4. Styrkbeiðni.  Heimsmeistaraleikar barna í hreysti í Malasíu. Málsnúmer 2007050038

  Samþykkt samhljóða að veita 70.000 kr. til fararinnar.
 5. Styrkbeiðni frá Skólahreysti. Málsnúmer 2007050019

  Samþykkt samhljóða að styrkja keppnina um 50.000 kr.

 6. Æskulýðslög. Málsnúmer2007050064

  Ný lög lögð fram til kynningar.

 7. Erindisbréf  ÍTS. Málsnúmer 2003020049

  Lagt fram erindisbréf fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Seltjaranrness sem samþykkt var í bæjarstjórn 11.04.07.

 8. Systkinaafsláttur vegna handknattleiksdeildar Gróttu. Málsnúmer 2007060062

  Samkykkt samhljóða að veita handknattleiksdeild 397.375 kr. styrk vegna systkinaafsláttar.

 Önnur mál

Farið yfir verkefni Selsins á vormánuðum.  Ferð Selsins með 10. bekkinga heppnaðist vel sem og lokaball eftir skólaslit. Húsnæðismál Selsins rædd. 

Dagskrá hátíðahaldanna 17. júni lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 19:15Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?