Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

323. fundur 20. september 2007

323. (17.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 20. september 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.                  

Mættir voru: Lárus B. Lárusson,  Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.           

 1. Vallarhús og stúka  málsnúmer 2003090031

  Grímur M. Jónsson frá VSÓ kynnti lokadrög vegna byggingar stúku og vallarhúss knattspyrnuvallarins við Suðurströnd sem unnin er af VSÓ Ráðgjöf og Hornsteinum arkitektum. Fulltrúar Gróttu voru gestir fundarins á meðan Grímur kynnti teikningarnar og tóku þátt í umræðum. ÍTS lýsir yfir ánægju sinni með lokadrög af útliti og fyrirkomulagi á stúku og vallarhúsi og tóku fulltrúar Gróttu undir það. ÍTS ályktar eftirfarandi og vísar til bæjarstjórnar:

  Hafist verði handa við gerð stúku fyrir 300 manns og vallarhúss ásamt fyrirhugaðri hlaupabraut sem allra fyrst og framkvæmdum ljúki í einum áfanga fyrir upphaf keppnistímabils knattspyrnunnar 2008.

  ÍTS þakkar stjórn knattspyrnudeildarinnar fyrir góða samvinnu í tengslum við hönnun á stúku og vallarhúsi.

 2. Íþróttafulltrúi  málsnúmer 2007080007
  Framkvæmdastjóri lagði fram drög að starfslýsingu íþróttafulltrúa Seltjarnarness.  ÍTS hvetur  til að gert verði ráð fyrir ráðningu sérstaka stöðu íþróttafulltrúa við gerð fjárhagsætlunar 2008.

 3. Önnur mál

  Ráðstefna um íþróttatengda ferðaþjónustu   málsnúmer 20070900038
  Framkvæmdastjóri lagði fram boð um þátttöku á ráðstefnu um íþróttatengda ferðaþjónustu.

  Starfsmaður Gróttu
  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir starfslýsingu framkvæmdastjóra Gróttu og nýs starfsmanns félagsins verði hann ráðinn til viðbótar. 

  Lagðar fram hugmyndir æskulýðsfulltrúa um skipulag íþrótta- og æskulýðsmála.

 

Fundi slitið kl. 18:59

 

Lárus B. Lárusson (samkv.)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)               

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?