Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

327. fundur 17. janúar 2008

327. (21.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2008 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.              

Mættir voru: Lárus B. Lárusson,  Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 1. Undirbúningur að kjöri íþróttamanns/konu Seltjarnarness 2007, málsnr. 2007120028.
  Þær tilnefningar sem komnar eru lagðar fram.   Útnefningar verða kynntar í Félagsheimili Seltjarnarness, fimmtudaginn 31. janúar kl. 17:00.

 2. Undirbúningur að kjöri félagsmálafrömuða 2007, málsnr. 2007120028.
  Tilnefningar lagðar fram. Útnefningar verða kynntar í Félagsheimili Seltjarnarness, fimmtudaginn 31. janúar kl. 17:00.

 3. Forvarnarstefna Seltjarnarnesbæjar, málsnr. 2007120031.
  Punktar lagðir fram til skoðunar.  Teknar verða saman upplýsingar um það sem gert er af hálfu ÍTS í forvarnarmálum og verður það innlegg í vinnslu við forvarnarstefnu bæjarins. 

 4. Heildarskipulag vestursvæða Seltjarnarness, málsnr. 2007100052.
  Samþykkt samhljóða að senda inn hugmyndir ÍTS. varðandi framtíðarsýn og heildarskipulag vestursvæðanna og nýtingu þeirra til skipulagsráðgjafnna sem óskuðu eftir hugmyndum á 326. fundi nefndarinar. Framkvæmdastjóra falið að koma hugmyndunum á framfæri til skipulagsráðgjafanna.

 5. Erindi vegna Dale Carnegie.
  Lagt fram erindi frá Dale Carnegie vegna námskeiða fyrir unglinga. Vísað er til þess að nota má tómstundastyrki Seltjarnarnesbæjar til að greiða niður námskeiðiskostnað.

 6. Styrkbeiðnir.
 • Knattspyrnudeild Gróttu, systkinaafsláttur. Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild þar sem óskað er eftir að greiddur verði hluti systkinaafsláttar sem deildinni láðist að leggja fram upplýsingar um þegar afslátturinn var afgreiddur s.l. haust. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
 • Þjálfarastyrkur.  Samþykkt samhljóða að veita Ásmundi Guðna Haraldssyni 30.000 kr. styrk til að sækja þjálfaranámskeið. 
 • Landsliðsstyrkur. Samþykkt samhljóða að veita Steinunni Helgu Björgólfsdóttur 20.000 kr. vegna landsliðsferðar.

 

Önnur mál

Framkvæmdastjóra falið að óska eftir skýringum frá Gróttu vegna auglýsingar um starf íþróttafulltrúa félagsins þar sem þess var getið að viðkomandi ætti m.a. að þjálfa yngri flokka félagsins.


Fundi slitið kl. 18:30

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)                

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?