Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

328. fundur 28. janúar 2008

328. (22.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 28. janúar 2008 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.


Dagskrá:

  1. Íþróttamaður og íþróttakona ársins 2007.
    Farið var yfir þær tilnefningar sem borist hafa vegna útnefningar íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2007. Einróma niðurstaða náðist um að útnefna Snorra Sigurðsson íþróttamann ársins 2007 og Önnu Kristínu Jensdóttur íþróttakonu ársins 2007. Útnefning og afhending verðlaunagripa fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness fimmtudaginn 31. janúar 2008.

  2. Viðurkenningar fyrir félagsstörf.
    Tillaga æskulýðsfulltrúa um að þau Jóhannes Hilmarsson, Kristjana Zöega, Pétur Gunnarsson og Rannveig Smáradóttir, nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla hlytu viðurkenningu fyrir félagsstörf árið 2007 samþykkt samhljóða.

  3. Styrkur vegna góðs árangurs.
    Samþykkt samhljóða að veita knattspyrnudeild Gróttu 200.000 króna afreksstyrk vegna góðs árangurs á árinu 2007.


Fundi slitið kl. 18:07

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?