Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

329. fundur 27. febrúar 2008

329. (23.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 27. febrúar 2008 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

                                                                                                                      

Mættir voru:  Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 1. Skíðaferðalög Valhúsaskóla
  MS sagði frá vel heppnuðum skíðaferðum að undanförnu. Umræður spunnust um það fyrirkomulag að 10. bekkur fór um helgi í stað þess að fara í miðri viku.  Tæpur helmingur nemenda í 10. bekk fór ekki í ferðina og mætti þess í stað í skólann.

 2. Málþing á alþjóðlega netöryggisdaginn 12.feb. 2008
  MS sagði frá málstofu sem hún stýrði á alþjóðlega netöryggisdeginum.

 3. Fundargerð vímuvarnarnefndar mnr. 2003100045
  Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 4. Forvarnarstefna mnr. 2007120031
  Lárusi B. Lárussyni og Felix Ragnarssyni falið að ljúka vinnu við innlegg ÍTS í forvarnarstefnu Seltjarnarnesbæjar.  MS lagði fram fyrir hönd Selsisns og HG mun taka saman fyrir íþróttamiðstöðina.

 5. Erindi vegna hollustu í íþróttamiðstöð mnr. 2008020008
  Erindi frá Maríu Björk Óskarsdóttur þar sem hvatt er til aukins framboðs hollra matvæla í Íþróttamiðstöð lagt fram. Undirtektir voru jákvæðar og framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika á að verða við þeim óskum sem lagðar voru fram.  Þegar er hafin sala á ávöxtum í afgreiðslu World Class sem um leið nýtist gestum sundlaugar.   

 6. Erindi frá Gróttu vegna íþróttamannvirkja mnr. 2008020055
  Lagt fram bréf frá Gróttu þar sem farið var yfir stöðu ýmissa verkefna í rekstri og uppbyggingu í og við Íþróttamiðstöð.  Formanni falið að svara bréfinu
  í samræmi við umræður.  

 7. Erindi frá Gróttu vegna auglýsingamerkinga á íþróttamannvirkjum mnr. 2008020078
  Frestað.

 8. Erindi frá Svifflugfélaginu vegna styrkja mnr. 2007120059
  Í erindinu er óskað eftir því að keypt verði styrktarlína í ársskýrslu félagsins. Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu, og var því hafnað samhljóða. 

 9. Ráðning starfsmanns knattspyrnuvalla / starfslýsing mnr. 2008020079
  Framkvæmdastjóri skýrði frá gangi málsins og lagði fram drög að starfslýsingu.

 10. Erindi frá ÍSÍ / Lífshlaupið - gildi hreyfingar mnr.2008020066
  Framkvæmdastjóri lagði erindið fram til kynningar.

 11. Erindi frá UMFÍ. vegna Unglingalandsmóts 2010 mnr. 2008010043 Lagt fram erindi frá UMFÍ landsmótið 2010.

 12. Svar Gróttu vegna fyrirspurnar ÍTS. v/íþróttafulltrúa mnr. 2007080007
  Lagt fram svar frá Gróttu vegna fyrirspurnar ÍTS.

 13. Erindi frá knattspyrnudeild Gróttu v /syskinaafsláttar mnr. 2008020077
  Samþykkt samhljóða að systkinaafsláttur verði greiddur að fullu 387.900 kr.  

 14. Styrkbeiðni frá slysavarnarkonum mnr. 2008020075
  Lögð fram ósk um styrk vegna forvarnarstarfs.  Samþykkt samhljóða að veita 50.000 kr. tl starfsins. 

 15. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts í skák mnr.2008020041
  Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrj,

 16. Önnur mál.
  • Ný búningsaðstaða fyrir fatlaða í sundlaug
   Aðstaðan verður tekin í notkun á næstu dögum.
  • Stofnun netfangs vegna vímuvarna. 
   Senda má spurningar og ábendingar vegna vímuvarna á netfangið vimuvarnir@seltjarnanes.is.


Fundi slitið kl. 19:07

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?