Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

331. fundur 22. apríl 2008

331. (25.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 17:30 í hátíðasal Gróttu.          

Mættir voru: Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 1. Starfsemin hjá Gróttu Málsnúmer: 2008050007
  Gunnar Gíslason formaður Gróttu og Kristín Finnbogadóttir framkvæmdastjóri sögðu frá starfsemi og reksti félagsins að nýloknum aðalfundum deilda félagsins.

 2. Unglingastarf Golfklúbbsins
  Frestað vegna forfalla.

 3. Systkinaafsláttur til iðkenda hjá Gróttu. Málsnúmer: 2008020077
  Samþykkt samhljóða að greiða systkinaafslátt samkvæmt framlögðu yfirliti frá handknattleiks- og fimleikadeildum Gróttu.

 4. Greinargerð frá Ásmundi þjálfara vegna utanlandsferðar. Málsnúmer: 2008040082
  Greinargerð vegna þátttöku á þjáfaranámskeiði lögð fram.

 5. Tómstundastyrkir Málsnúmer: 2008020025
  Tölulegar upplýsingar um skiptingu á milli félaga og greina lagðar fram. 

 6. Sumardagurinn fyrstimálsnúmer: 2008030060
  MS sagði frá undirbúningi.

 7. 17. júní. Málsnúmer: 2008030060
  MS sagði frá undirbúningi.

Önnur mál                        

HG sagði frá sameiginlegri afgreiðslu fyrir sundlaug og World Class og lagði fram samning um verkaskiptingu milli starfsmanna World Class og sundlaugar. málsnúmer: 2008040082

 

Fundi slitið kl. 18:25

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?