Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. maí 2008

332. (26.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 17:30 í hátíðasal Gróttu.         

Mættir voru: Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

  1. Unglingastarf Golfklúbbsins Ness. Málsnúmer 2008050039
    Áslaug Einarsdóttir formaður kvennanefndar og Jónas Hjartarson, formaður unglingaráðs kynntu unglingastarf Golfklúbbsins Ness. Um 60 unglingar eru nú í klúbbnum og þar af bættust 30 við í ár, en allir unglingar sem sóttu um fengu inngöngu.  Framundan eru árleg námskeið fyrir börn og unglinga sem síðan geta nýtt sér sérstök sumarkort sem þeim eru ætluð.

  2. Stúka og vallarhús.  Málsnúmer: 2003090031
    Grímur Jónsson frá VSÓ kynnti stöðu framkvæmda.  Framkvæmdir eru vel á veg komnar og er gert ráð fyrir að búningsklefar verði teknir í notkun í byrjun júlí og frágangi á vellinum verði lokið í sumar. VSÓ hefur notið aðstoðar stjórnar knattspyrnudeildar  Gróttu við hönnun aðstöðunnar í mannvirkjunum og voru Hilmar Sigurðsson og Árni Pétursson frá knattspyrnudeildinni gestir fundarins.  Lýstu þeir ánægju sinni með hönnun og skipulag mannvirkjanna og framkvæmdir í þágu knattspyrnufólks á Seltjarnarnesi sem og samstarf við ÍTS í þessu verkefni.  

  3. Lok samræmdu prófanna í 10. bekk. Málsnúmer: 2008050041
    Rætt um skemmtanahald unglinga við lok samræmdu prófanna.  Samþykkt samhljóða að hvetja foreldra 10. bekkinga sem ljúka grunnskólanámi vorið 2009 til að gangast fyrir dagskrá við próflok og líta til góðrar reynslu frá öðrum skólum á höfuðborgarsvæðinu.  MS var falið að koma þessu áleiðis til Foreldrafélagsins og leggja til að nú þegar yrði hafist handa við að undirbúa dagskrá fyrir næsta ár.

  4. Beiðni um landsliðsstyrk. Málsnúmer 2008050040
    Lögð fram beiðni frá fimleikadeild Gróttu um styrk vegna þáttöku Dominiqua Belányi í ferð landsliðs kvenna í fimleikum á Norðurlandamótið sem haldið er 22. – 25. maí 2008.  Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr styrk.

  5. Beiðni um styrk frá Selunum. Málsnúmer 2008050001
    Lögð fram beiðni frá knattspyrnufélaginu Selunum um styrk til búningakaupa. 
    ÍTS. telur sig ekki geta orðið við þessu erindi og var framkvæmdastjóra falið að senda Selunum svar um það. 

  6. Heilsustefna Íslendinga. Málsnúmer: 2008050024
    Drög að aðgerðaáætlun 2008 – 2009 fyrir Heilsustefnu Íslendinga lögð fram.

  7. Auglýsing á tómstundastyrkjum. Málsnúmer 2007120029
    Formaður sagði frá þeirri kynningu sem fram hefur farið á tómstundastyrkjum Seltjarnarnesbæjar á árinu.  Lokagreiðsla tómstundastyrkja fyrir skólaárið 2007 – 2008  fer fram í byrjun júní. 
  8. Fyrirspurn frá Gróttu. Málsnúmer: 2008050007
    Lögð fram fyrirspurn frá Gróttu um merkingar og uppsetningu merkis Gróttu og bæjarins á knattspyrnuvellinum og viðhald sparkvallar við Lindarbraut.  Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu. 
  9. Starfsemi Selsins. Málsnúmer 2008030060
    MS sagði frá skipulagi og undirbúningi sumarnámskeiða. Einnig skýrði hún frá því að Selið var tilnefnt til Foreldraverðlauna 2008 á vegum Heimilis og skóla og var henni óskað til hamingju með það.

  10. 17. júní Málsnúmer. 2008050038
    MS sagði frá undirbúningi fyrir hátíðarhöldin 17. júní. 

Fundi slitið kl. 19:30

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?