Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. september 2008

335. (29.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 30. september 2008 kl. 17:30 í hátíðasal Gróttu.
                                                                                                                     
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Gestur fundarins var Andri Sigfússon íþróttafulltrúi Gróttu.

1.      Sumarstarf Gróttu Málsnúmer 2008050007

Andri Sigfússon, íþróttafulltrúi Gróttu sagði frá sumarstarfi félagsins. Starfið gekk vel og þátttaka góð. Andri kynnti einnig Íþrótta- og heilsuakademíu Gróttu sem er nýtt valfag í Valhúsaskóla fyrir 9. og 10.bekkinga. Mikill áhugi er fyrir náminu.

        Andri vék af fundi eftir kynningu og umræður.

 

2.      Sumarstarfið og leikjarnámskeið í sumar Málsnúmer: 2008030060

MS sagði frá starfseminni í sumar sem gekk vel og góð þátttaka. Lögð var fram skýrsla um sumarstarfið.

 

3.      Vetrarstarf Selsins 2008 - 2009 Málsnúmer: 2008030060
MS sagði frá því sem fyrirhugað er í vetur. Vetrarstarfið fer vel af stað.

 

4.      Ljóskastauar við Lindarbrautarvöll Málsnúmer: 2008100011
Bréf frá íbúa þar sem óskað er eftir þvi að ljósin við sparkvöllinn  verði höfð á til kl 22 lagt fram.  Samþykkt samhljóða að beina þeim tilmælum til Tæknideildar að hafa ljósin á til kl. 22. 

 

5.      Beiðni um landsliðstyrk Málsnúmer: 2008100010

Samþykkt samhljóða að veita Steinunni Helgu Björgólfsdóttur 20.000 kr. styrk vegna ferðar landsliðs í blaki til Svíþjóðar.

6.      Beiðni um styrk vegna Evrópumóts í skák. Málsnúmer: 2008090041
Samþykkt samhljóða að veita Friðriki Þjálfa Stefánssyni 20.000 kr. styrk vegna ferðar á Evrópumót ungmenna í skák.

 

7.      Hljóðkerfi í Íþróttamiðstöð Seltjaranrness Málsnúmer: 2008100009
Erindi frá Gróttu lagt fram til kynningar. Framkvæmdastjóra falið að kanna kostnað við nýtt kerfi og gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2009. 

8.      Erindi frá fimleikadeild Gróttu vegna áhaldakaupa. Málsnúmer: 2008100008
Fimleikadeild Gróttu hefur lagt fram lista yfir búnað sem nauðsynlegt er talið að endurnýja.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu og gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2009. 

 

9.      Tómstundastyrkir Seltjarnarness Málsnúmer: 2007120029
Formaður gerði góða grein fyrir framkvæmd tómstundastyrkja til þessa og kynnti tillögur um breytingar á reglum um úthlutun styrkjanna. 
Farið var yfir skiptingu milli aldurshópa og niður á einstök félög og félagasamtök. Kom fram að ásókn í styrki er áberandi minnst í aldurshópnum 15-18 ára. Ákvörðun um um breytingar frestað til næsta fundar.

 

10.  Tækifærisskemmtanir í Íþróttamiðstöð. Málsnúmer 2008090068
Lagt fram bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um skemmtanir í Íþróttamiðstöðinni. Framkvæmdastjóra falið að bregðast við erindinu.

 

Fundi slitið kl. 19:45

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?