Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

24. nóvember 2008
337. (31.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 24. nóvember 2008 kl. 17:30 í hátíðasal Gróttu.

                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Gestir fundarins voru Gunnar Gíslason formaður Gróttu, Hjalti Ástbjartsson, gjaldkeri Gróttu og Hilmar S. Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

  1. Rekstraráætlanir Gróttu.  Málsnúmer 2008050007
    Gunnar og Hjalti gerðu grein fyrir rekstraráætlunum Gróttu. Fram kom að þunglega horfir við rekstri deilda hjá félaginu þar sem mikil óvissa ríkir um stuðning fyrirtækja og tekur ráðið undir þær áhyggjur forsvarsmanna Gróttu. Gerð var grein fyrir þeim aðhaldsaðgerðum og niðurskurði sem félagið hefur þurft að grípa til vegna breyttra aðstæðna í íslensku þjóðfélagi. Gunnar vék af fundi eftir umræður.
  2. Stúka/vallarhús Málsnúmer 2003090031
    Hilmar mætti á fundinn undir þessum lið. Farið var yfir stöðu framkvæmda við stúku/vallarhús. Fram kom að innanhúsfrágangur er á lokastigum og flestir hlutar hússins tilbúnir til notkunar. Knattspyrnudeildin hefur þegar hafist handa við að koma sér fyrir. Hjalti og Hilmar véku af fundi eftir umræður.
  3. Unglingastarf Golfklúbbsins Ness. Málsnúmer 2008050039
    Lagt fram svar frá golfklúbbnum Ness við fyrirspurn frá ÍTS. vegna unglingastarfs klúbbsins.
  4. Styrkbeiðni frá sunddeild KR. Málsnúmer 200812010
    Samþykkt samhljóða að veita 230.000 kr. styrk til deildarinnar.
  5. Forvarnarstefna. Málsnúmer 2007120031
    MS sagði frá stöðu vinnu við forvarnarstefnu bæjarins.
  6. Styrktarvika - 1.des. skemmtun - áramótabrenna.
    MS sagði frá yfirstandandi Styrktarviku, undirbúningi fyrir 1. desember skemmtunina í Valhúsaskóla og undirbúningi fyrir áramótabrennu.
  7. Lokun sundlaugar.
    HG sagði frá lokun sundlaugar í desember vegna viðhalds og endurnýjunar á búnaði. 

 

Fundi slitið kl. 18:45

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?