Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

03. mars 2009

341. (35.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 3. mars 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

  1. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts í skólaskák, málsnúmer 2009010081
    Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk.
  2. Styrkbeiðnir vegna undankeppni HM hjá U-17 kvenna, málsnúmer 2009030005
    Samþykkt samhljóða að veita hvorum aðila fyrir sig 20.000 kr.
  3. Styrkbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu vegna bikarúrslita, málsnúmer    2009020046
    Samþykkt samhljóða að veita 250.000 kr. styrk til móts við Fjárhags og launanefnd.
  4. Styrkbeiðni fimleikadeildar, málsnúmer 2009030006
    Frestað til næsta fundar.
  5. Þakkarbréf frá handknattleiksdeild Gróttu    
    Þakkarbréf vegna stuðnings við deildarleik lagt fram.
  6. Endurskoðun á reglum ÍTS vegna úthlutunar á styrkjum, málsnúmer   2008110008
  7. Rætt var um að gera árlega endurskoðun á reglum við úthlutun styrkja. 
  8. Svarbréf aðalstjórnar Gróttu vegna Partille ferðar, málsnúmer 2009010012
    Lagt var fram svarbréf frá aðalstjórn Gróttu við fyrirspurn ÍTS.
  9. Styrktarbeiðni vegna Partille ferðar, málsnúmer 2009010012
    Samþykkt samhljóða að hafna beiðninni miðað við fyrirliggjandi forsendur. 
  10. Golfklúbbur Ness, málsnúmer 2008050039
    Fundarboð frá Golfklúbbnum lagt fram. Fundur áætlaður 17. mars 2009 kl. 18.
  11. Fundargerð vímuvarnarráðs
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  12. Úttekt á aðgengi fatlaðra, málsnúmer 2003100063
    Skýrslur um aðgengi fatlaðra að sundlaug og íþróttahúsi lagðar fram til kynningar.
  13. Fulltrúar frá nemendaráði koma í heimsókn
    Þráinn Orri Jónsson og Gunnhildur Jónsdóttir komu í heimsókn. Rætt var almennt um gang mála í skólanum og félagslífinu þar og annað sem snýr að unglingum á Nesinu, áhugamálum og hagsmunum þeirra. Gestirnir lögðu fram punkta um mál sem þeir vilja að bæjaryfirvöld reyni að bregðast við. MS tók fram að félagslíf í Valhúsaskóla og Selinu væri í miklum blóma í vetur.
  14. Ungmennaráð framhaldsumræða, málsnúmer 2008110011
    MS skýrði frá stofnun sérstaks Ungmennaráðs, sem skipað verður ungmennum á aldrinum 12-18 ára og tekur til starfa haustið 2009.
  15. Skíðaferð
    Skíðaferðir Valhúsaskóla og Selsins voru nýlega. Góð þátttaka var í ferðunum og  þóttu þær takast mjög vel.
  16. Öskudagur
    MS sagði frá skemmtun á Öskudag fyrir börn í 1. – 6. bekk sem haldin var í Grunnskóla Seltjarnarness.
  17. Sumardagurinn fyrsti
    MS sagði frá undirbúningi fyrir hátíðarhöldin sem er í gangi. MS falið að ræða við Gróttu um samvinnu um hátíðarhöldin. 
  18. Lífshlaupið, málsnúmer 2009010076
    Þátttakendur vou um 20 í nýafstöðnu hlaupi.
  19. Veggjakrot á Suðurstrandarvelli
    Rætt um aðgerðir til að sporna við veggjakroti og fyrirbyggja skemmdarverk á vellinum.
  20. Hljómsveitaaðstaða
    MS sagði frá aðstöðunni sem nýlega var tekin í notkun í húsnæði Selsins og mikilli ánægja meðal þeirra sem nýta sér hana.
  21. Samfés
    MS sagði frá hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. 

Fundi slitið kl. 19:10

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?