Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. apríl 2009

342. (36.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2009 kl. 16:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

  1. Endurskoðun á styrkjareglum ÍTS, málsnúmer 2009040069
    Drög að breytingum lögð fram til kynningar, sbr. 6. lið 341. fundargerðar ÍTS.                     PÞ falið að fara yfir orðalag.
  2. Golfklúbbur Ness, málsnúmer 2008050039
    Frestað.
  3. Ársreikningar Gróttu, málsnúmer 2007100065
    Ársreikningarnir lagðir  fram til kynningar.
  4. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar í fimleikum, málsnúmer 2009040072
    Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk.
  5. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar í blaki, málsnúmer 2009040074
    Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk.
  6. Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar í fimleikum, málsnúmer 2009030006
    Samþykkt samhljóða að veita samtals 140.000 kr. styrk til fararinnar vegna eins þjálfara og eins fararstjóra.
  7. Styrkbeiðni vegna æfingabúða í sundi, málsnúmer 2009030017
    Samþykkt samhljóða að hafna beiðninni þar sem ekki er talið að umsóknin uppfylli skilyrði í reglum ÍTS um styrki til íþróttafólks. 
  8. Styrkur Fjárhags- og launanefndar vegna skíðadeildar KR, málsnúmer 2009030031
    Erindi frá Fjárhags- og launanefnd lagt fram til kynningar.
  9. Vígsla knattspyrnuhúss 
     Formaður sagði frá vígslu knattspyrnuhúss.  ÍTS þakkar bæjarstjórn og öðrum starfsmönnum bæjarins ásamt stjórn knattspyrnudeildar Gróttu fyrir ánægjulegt samstarf við byggingu hússins.
  10. Öryggisgæsla, málsnúmer 2009030054
    Framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmd öryggisgæslu í sundlaug og lagði jafnframt fram bréf frá samstökum  forstöðumanna sundstaða á Íslandi sem sent var til allra sveitarfélaga þar sem hvatt er til að hvergi verði slakað á í öryggisgæslu í búninsklefum og við sundlaugar. 
  11. Erindi sent til skipulagsnefndar, málsnúmer 2009040071
    Formaður sagði frá því að bréf sem ÍTS sendi skipulags- og mannvirkjanefnd um bílastæði við íþróttahús ofl. mál hefði verið tekið fyrir í nefndinni og beðið væri svars við bréfinu.
  12. Skýrsla um forvarnardag
    Skýrslan lögð fram til kynningar.
  13. Námsleyfi, málsnúmer 2009030013
    MS sagði frá umsókn um námsleyfi sem hún hefur lagt fram.
  14. Sumardagurinn fyrsti, málsnúmer 2009040070
    MS sagði frá framkvæmd hátíðahaldanna Sumardaginn fyrsta. Tókust þau vel og voru vel sótt.
  15. 17. júní, málsnúmer 2009040070
    MS og LBL sögðu frá undirbúningi hátíðahalda sem unninn er í samvinnu við Menningarnefnd bæjarins.
  16. Fundur vímuvarnarráðs – kynning á forvarnarstefnu Árborgar
    MS sagði frá vinnu við forvarnarstefnu Seltjarnarnesbæjar sem nú er á lokastigi. Formaður sagði frá fundi sem hann átti ásamt MS og HG með fulltrúum Árborgar þar sem forvarnarstefna Árborgar var kynnt.
  17. Sumarbæklingur
    HG sagði frá Sumarbæklingi ÍTS 2009 sem borinn var í hús í dag.
  18. Fimleikahús
    Formaður lagði fram tillögu að stofnun undirbúningshóps vegna fyrirhugaðrar hönnunar og stækkunar fimleikahúss. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá meirihluta, einum frá minnihluta og tveimur fulltrúum frá Gróttu. Með hópnum starfi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs. Tillagan var samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða að Lárus B. Lárusson verði fulltrúi meirihluta og jafnframt formaður hópsins og að Felix Ragnarsson verði fulltrúi minnihluta.u fyrir ánægjulegt samstarf við byggingu hússins.

 

Fundi slitið kl. 17:25

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?