Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

28. maí 2009

343. (37.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 08:00 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

 1. Ársreikningar og ársskýrslur deilda Gróttu mnr. 2007100065
 2. Kristín  Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu var gestur fundarins og fór yfir ársskýrslur og ársreikninga félagsins og einstakra deilda fyrir síðasta ár.

 

 1. Golfklúbbur Ness mnr. 2008050039
  ÍTS átti góðan fund með stjórn GN í mars síðastliðnum. Þar var m.a. farið yfir barna- og unglingastarf klúbbsins og hvernig rekstrarstyrk er ráðstafað. ÍTS hvetur  golfklúbbinn að gera góða grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem fara í barna- og unglingastarf í ársreikningi klúbbsins, til samræmis við árlegar rekstrarskýrslur sem skilað er skv. þjónustusamningi við bæinn.

 2. Erindi vegna landsliðsstyrks í blaki mnr. 2009040074
  Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk.

 3. Erindi frá aðalstjórn Gróttu vegna lyftingaaðstöðu mnr. 2009060003
  Lagt fram til kynningar og umræðu.
   
 4. Erindi frá knattspyrnudeild Gróttu mnr. 2009050032
  Samþykkt samhljóða að veita 50.000 kr styrk vegna boðs til allra bæjarbúa á fyrsta leik sumarsins hjá meistaraflokki karla þann 16. maí 2009.

 5. Yfirferð og endurskoðun á styrktarreglum ÍTS mnr. 2009040069
  Endurskoðaðar reglur lagðar fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

 6. Ályktun um stuðning sveitarfélaga frá ÍSÍ mnr. 2009050024
  Lagt fram til kynningar.

 7. Undirbúningur vegna stækkunar fimleikahúss mnr. 2009060010
  Formaður kynnti tilnefningar frá Gróttu í undirbúningsnefndina sem eru þær Friðrika Harðardóttir frá fimleikadeild og Guðrún Kaldal frá aðalstjórn.

 8. 17. júní 2009 mnr. 2009040070
 9. Formaður sagði frá undibúningi vegna hátíðahalda og að skipulagning gengi vel í samvinnu við Menningarnefnd.

 

 1. Endurskoðun á brunavörnum mnr. 2008090068
  ÍTS hvetur til þess að úttekt vegna brunavarna á tækifærisskemmtunum sem haldnar eru í íþróttahúsinu verði hraðað.

 

Fundi slitið kl. 09:10

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?