Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. júní 2009

344. (38.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 30. júní 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.  

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 1. Dagskrá:
  Þjónustukönnunn Gróttu. Málsnúmer 2008050007
  Andri Sigfússon, íþróttafulltrúi greindi frá helstu niðurstöðum þjónustukönnunar Gróttu sem gerð var í janúar sl.  
 2. Bréf frá aðalstjórn Gróttu vegna aðstöðu á Suðurstrandarvelli. Málsnúmer 2009070059
  Framkvæmdastjóra falið að skoða hugsanlegar lausnir á þeim vandamálum sem malbiksrönd á knattspyrnuvelli veldur og skoða möguleika á betra aðgengi að drykkjarvatni á vellinum.  Þegar hefur verið brugðist við ábendingum í bréfinu um handrið við völlinn. Andri Sigfússon íþróttafulltrúi sat undir þessum lið og yfirgaf síðan fundinn.
 3. Fundargerð undirbúningshóps fyrir stækkun fimleikahúss. Málsnr. 2009060010. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 4. Landsliðsstyrkir. Málsnúmer 2009070066
  Samþykkt samhljóða að veita tveimur keppendum í U-17 landsliðinu í handbolta 20.000 kr. styrk hvorum.
 5. Afreksstyrkur
  Samþykkt samhljóða að veita meistaraflokkum handknattsleikdeildar Gróttu samtals 500.000 kr. styrk vegna góðs árangurs á síðasta keppnistímabili.
 6. Málefni Selsins – Sumarstarfið – 17. júní ofl. Málsnúmer 2009040070
  Sumarstarf Selsins gengur vel og eru sumarnámskeið vel sótt. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með dagskrá 17. júní.   
 7. Frágangur á vegg meðfram tröppum við inngang sundlaugar.
  ÍTS beinir því til Umhverfis- og tæknisviðs að gengið verði frá veggnum á viðunandi hátt. Framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir.íþrótt
 8. Styrktarsjóður EBÍ. Málsnúmer 2009060006
  Formanni falið að kanna möguleika á að sækja um styrk til framfaraverkefna.

 

Fundi slitið kl. 18:33

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?