Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. september 2009

 

345. (39.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 15. september 2009 kl. 16:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Nilsína Larsen Einarsdóttir.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

 1. Nýr unglingaráðgjafi
  Hildigunnur Magnúsdóttir félagsráðgjafi og nýr unglingaráðgjafi á Seltjarnarnesi var boðuð á fundinn. Kynnti hún sig og sagði frá því helsta í starfi sínu.
 2. Bréf frá aðalstjórn Gróttu vegna Suðurstrandavallar.  mnr. 2009070059 
  Bréf frá aðalstjórn sem lagt var fram á 344. fundi  rætt. Framkvæmdastjóra falið að skoða þau atriði sem nefnd eru í bréfinu áfram.
 3. Bréf frá knattspyrnudeild Gróttu vegna Valhúsavallar.  mnr. 2009090037 
  Bréf frá knattspyrnudeild Gróttu lagt fram og rætt. Erindinu vísað til Umhverfis- og tæknisviðs og óskað eftir kostnaðarmati.
 4. Endurskoðun á brunavörnum íþróttahúss.  mnr. 2008090068 
  Formaður og framkvæmdarstjóri skýrðu frá því að endurbótum á brunavörnum í íþróttahúsi er lokið.
 5. Styrkbeiðni frá björgunarsveitinni Ársæli.  mnr. 2009060030
  Beiðnin lögð fram til kynningar. Ákveðið að boða fulltrúa björgunarsveitarinnar á næsta fund ÍTS til að kynna erindið og starf sveitarinnar nánar.
 6. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar U-17 í knattspyrnu. mnr. 2009070066
  Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk vegna landsliðsferðar.
 7. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar á smáþjóðaleika í sundi.  mnr. 2009090038
  Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk vegna landsliðsferðar.
 8. Áhaldakaup fyrir skóla og fimleika.  mnr. 2008100008
  Framkvæmdastjóri kynnti fyrirhuguð kaup á áhöldum vegna endurnýjunar.
 9. Þakendurnýjun í sundlaug.  mnr.  2009040047
  Framkvæmdarstjóri sagði frá að endurnýjun á þaki sundlaugar hafi gengið vel fyrir sig.
 10. Tilmæli félags fagfólks í frítímaþjónustu. mnr.  2009070043
  Lagt fram til kynningar. Jákvæðar undirtektir voru við tilmælum um að standa vel að æskulýðs- og félagsstarfi barna og ungmenna í sveitarfélaginu.
 11. Stofnun ungmennaráðs. mrn. 2008110011
  Undirbúningsvinna er hafin og stefnt að því að fá 16 ára og eldri inn í ráðið. Ungmennaráð eru almennt skipuð á aldursbilinu 12 – 24 ára.
 12. Forvarnarstefna Seltjarnarnesbæjar.  mnr. 2007120031
  Stefnt er að því að gefa út forvarnarstefnuna um miðjan október í tengslum við  forvarnarviku.
 13. Vetrarstarf Selsins. 2008030060
  Nilsína Larsen Einarsdóttir sagði frá ungmennaráðinu og vetrarstarfi Selsins og vakti sérstaka athygli á því að Selið verður opið fyrir 16 ára og eldri á miðvikudagskvöldum í vetur. Nilsína var jafnframt sérstaklega boðin velkomin á fund ÍTS, þar sem hún er staðgengill Margrétar æskulýðsfulltrúa á meðan hún er í námsleyfi.
 14. Afreksstyrkur til meistaraflokks karla í knattspyrnu.
  Samþykkt samhljóða að veita meistaraflokki karla í knattspyrnu 500.000 kr. afreksstyrk vegna góðs árangurs á árinu,
  en liðið er komið upp í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins.  

 

Fundi slitið kl. 17:50

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?