Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

27. október 2009

346. (40.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 27. október 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

 1. Tómstundastyrkir mnr. 2009020052
  Farið yfir fyrirliggjandi gögn um það hvernig tómstundastyrkir skiptast á milli hinna ýmsu greina íþrótta og lista og hlutfall þeirra sem nýta sér þá í hverjum árgangi. Um 60% þeirra sem rétt eiga á tómstundstyrkjunum eru að nýta sér þá.
 2. Styrkbeiðni frá fimleikadeild mnr. 2006100064
  Styrkbeiðni lögð fram. Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk vegna ferðar sex stúlkna og tveggja fararstjóra úr meistarahópi fimleikadeildarinnar til Ungverjalands. 
 3. Endurbætur á Valhúsavelli mnr. 2009090037 
  Minnisblað frá VSÓ lagt fram.
 4. Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi 
  Kynning á landsliði fatlaðra í sundi lögð fram.
 5. Bæklingur um forvarnarstefnu Seltjarnarness mnr. 2007120031 
  Nýr og glæsilegur bæklingur um forvarnarstefnu Seltjarnarness lagður fram.
 6. Ungmennaráð  mnr. 2008110011
  Framkvæmdastjóri sagði frá vali í Ungmennaráð 16 ára og eldri. Beðið er eftir tilnefningu frá Valhúsaskóla.
 7. Skýrsla sumarnámskeiða Selsins mnr. 2008030060
  Skýrslan lögð fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.
 8. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Ársæli mnr. 2009090090 
  Styrkbeiðni lögð fram. Framkvæmdastjóra falið að boða forsvarsmenn sveitarinnar á næsta fund til að kynna starfsemina.

 

Fundi slitið kl. 18:28

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?