Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

31. mars 2010
349. (43.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 31. mars 2010 kl. 08:00 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

  1. Ársskýrslur íþróttafélagsins Gróttu. Málsnr. 2010030060.
    Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri félagsins og Andri Sigfússon, íþróttafulltrúi gerðu grein fyrir ársskýrslum einstakra deilda.
  2. Ársskýrsla Golfklúbbsins Ness. Málsnr. 2009120021.
    Samþykkt samhljóða að ítreka bókun frá 343.
    fundi nefndarinnar þar sem golfklúbburinn er hvattur til að gera í ársreikningi klúbbsins góða grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem fara í barna- og unglingastarf. 
  3. Styrkbeiðni 4.fl karla í knattspyrnu vegna Noregsferðar. Málsnr. 2010030066.
    Samþykkt samljóða að veita 140.000 kr styrk.
  4. Styrkbeiðni meistaraflokks karla í knattspyrnu vegna æfingaferðar til Spánar. Málsnr. 2010030067.
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr styrk.
  5. Styrkbeiðni Rústabjörgunarhóps björgunarsveitarinnar Ársæls. Málsnr. 2010020120.
    Erindinu hafnað þar sem Fjárhags- og launanefnd hefur þegar styrkt verkefnið.  ÍTS hvetur til þess að gerður verði rammasamningur milli bæjarfélagsins og Ársæls um samvinnu sbr. 347. fundargerð nefndarinnar.
  6. Styrkbeiðni Friðriks Þjálfa Stefánssonar vegna Norðurlandamóts barna og unglinga í skólaskák 2010. Málsnr. 2010010110.
    Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr styrk.
  7. Áskorun til sveitarstjórna frá nemendum og kennurum við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut á Menntavísindasviði HÍ um að standa vörð um frístundastarf.  Málsnr. 2010030068.
    Áskorunin lögð fram til kynningar.
  8. Frítt í sund.  Málsnr. 2010020089.
    Framkvæmdastjóri sagði frá verkefninu „Íþróttavakning framhaldsskólanna“ á vegum Menntamálaráðuneytis. Hluti af verkefninu var svokölluð sundvika í febrúar sl. þar sem hvatt var til þess að framhaldsskólanemar fengju frítt í sund í eina viku. Sundlaugin tók þátt í verkefninu.
  9. Málefni Selsins:
    Undirbúningur gengur vel og dagskrá er tilbúin fyrir Sumardaginn fyrsta. Undirbúningsnefnd fyrir 17. júní hefur tekið til starfa.

 

Fundi slitið kl. 08:53

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?