Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

11. maí 2010

350. (44.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 11. maí kl. 08:00 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Nilsína Larsen Einarsdóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

  1. Fulltrúar Ungmennaráðs Seltjarnarness komu á fundinn og kynntu það sem ráðið hefur fengist við sl. ár og ýmsar hugmyndir um starfsemina á næstunni.
    ÍTS hvetur til þess að Ungmennaráðinu verði fundinn staður til að miðla upplýsingum á vef bæjarins.

  2. Skýrsla Nesklúbbsins, mnr. 2010050018.
    Viðbótarupplýsingar um skýrsluna lagðar fram að ósk ÍTS þar sem betri grein var gerð fyrir ráðstöfum fjármuna til barna- og unglingastarfs sbr. 349. fundargerð nefndarinnar.

  3. Styrkbeiðni vegna Noregsferðar 3. fl. karla í knattspyrnu, mnr.2010050009.
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk vegna tveggja þjálfara.

  4. Styrkbeiðni TKS, mnr. 2010050019.
    Unnur I. Jónsdóttir vék af fundi á meðan þessi liður var afgreiddur.
    Samþykkt samhljóða að veita 200.000 kr. styrk vegna Neshlaupsins. ÍTS mælir með því að gerður verði samstarfssamningur milli Seltjarnarnessbæjar og TKS vegna hins árlega Neshlaups.

  5. Skýrsla UMSK kynnt vegna styrkveitinga til íþróttafélaga.
    Framkvæmdastjóri lagði skýrsluna fram til kynningar. ÍTS óskar eftir nánari útskýringum á tölum í skýrslunni.

  6. Styrkbeiðni frá ungmennaráði Seltjarnarness vegna ferðar til Svíþjóðar þar sem þau ætla að kynna sér starf ungmennaráða, mnr. 22010050028. Samþykkt samhljóða að veita hverjum þátttakanda 20.000 kr. styrk hverjum og 70.000 kr. til fararstjóra.

  7. Formaður sleit þessum síðasta fundi ÍTS á kjörtímabilinu og þakkaði ráðsmönnum og starfsmönnum gott samstarf sl. 4 ár.

Fundi slitið kl. 08:56

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?