Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. febrúar 2011

353. (3.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 15.febrúar 2011 kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmarsson, Guðrún Kaldal, Margrét Sigurðardóttir og Felix Ragnarsson.

Forföll: Páll Þorsteinsson

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Fundaáætlun ÍTS. Fundaáætlun ÍTS lögð fram og samþykkt.
 2. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2010 mnr. 2011020059.
  Tilnefningar um íþróttamann og konu fyrir árið 2010 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóma niðurstöðu sem verður kynnt fimmtudaginn 24.febrúar n.k.
 3. Viðurkenningar fyrir félagsstörf 2010 mnr. 2011020059.
  Tilnefningar um félagsmálafrömuð voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóma niðurstöðu sem verður kynnt fimmtudaginn 24.febrúar n.k.
 4. Rafræn skráning sumarnámskeiða mnr. 2010110028.
  Rætt um að auðvelda foreldrum skráningu á sumarnámskeið og að upplýsingarnar verði allar á einum stað á heimasíðu bæjarins.
 5. Ársskýrsla Golfklúbbs Ness 2010 mnr. 2010050018.
  Skýrslan lögð fram til kynningar.
 6. Fjárhagsáætlun ÍTS 2011 mnr. 2010110002.
  Fjárhagsáætlunin rædd og farið yfir helstu rekstrarliði.
 7. Áramóta- og þrettándabrennur mnr.2010120035.
  Samþykkt að leggja til að fresta þrettándabrennu á næsta ári. Æskulýðsfulltrúa falið að ræða við foreldrafélagið og kanna hug þeirra.
 8. Styrkbeiðni vegna U-19 mnr. 2011020063.
  Samþykktur 20 þús. króna styrkur til þriggja pilta úr Gróttu sem valdir voru í keppnisferð með U-19 í handknattleik til Noregs.
 9. Félagsleg staða 16-20 ára ungmenna mnr. 2011010075.
  Kynntar voru helstu niðurstöður Rannsóknar og greiningar um líðan ungs fólks utan skóla og hvar væri hægt að nálgast hana á netinu.
 10. Forvarnarmál – Svavar Sigurðsso mnr. 2011020060.
  ÍTS telur sig ekki geta orðið við erindinu.
 11. 17.júní mnr. 2011020061.
  Margréti æskulýðsfulltrúa falið að hefja undirbúning að 17.júní í samvinnu við formann ÍTS.
 12. Sumardagurinn fyrsti mnr.2011020061.
  Dagurinn lendir á skírdegi og inn í páskafríi og gæti því verið erfitt að manna daginn með starfsfólki og skemmtiatriðum. Í framhaldinu leggur ÍTS til að fella niður hátíðarhöld vegna þessa.
 13. Málefni Selsins mnr. 2010090012.
  Margrét fór yfir málefni Selsins og kom fram í máli hennar að starfið hefur gengið vonum framar á öllum sviðum.
 14. Björgunarsveitin Ársæll.
  Drög að samningi við Björgunarsveitina Ársæl lagður fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 18:30

Lárus b. Lárusson (sign)

Magnús Örn Guðmarsson (sign)

Guðrún Kaldal (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Fundi slitið kl. 18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?