Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

12. apríl 2011

354. (4.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 12.apríl 2011 kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Páll Þorsteinsson og Margrét Sigurðardóttir

Forföll: Magnús Örn Guðmarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Íþróttafélagið Grótta mnr. 2010110025
    Vegna forfalla frestast þessi liður til næsta fundar.
  2. Golfklúbbur Ness mnr. 2010050018
    Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri klúbbsins mætti og farið var yfir hvernig barna og unglingastarfi klúbbsins verði háttað í sumar. Kom fram í máli Hauks að teknir voru 15 unglingar 15 ára og yngri af biðlista inn í klúbbinn. Fundarmenn voru sammála um að mikil breyting hafi orðið til batnaðar á barna og unglingastarfi klúbbsins. Þátttökugjöld Nesklúbbsins fyrir 20 ára og yngri eru lægst allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. H.Ó. vék af fundi.
  3. Sumarnámskeið – kynning – rafræn skráning mnr. 201010028
    Farið var yfir hvernig sumarnámskeiðum bæjarins og aðildarfélaga verður háttað í sumar. Þar sem skólaslit eru 27. maí er ákveðið að í vikunni 31. maí til 3. júní verði Skjólið opið til að brúa bilið fyrir foreldra, þangað til sumarnámskeiðin hefjast 6. júní. Stefnt að því að kynna þetta rækilega í gegnum heimasíðu bæjarins og Mentor ásamt heimasíðu Gróttu og Golfklúbbs Ness. Rætt var um að sníða sumarnámskeiðin að leikskólum og hafa sumarnámskeið ekki í gangi þegar leikskólarnir loka.
  4. Ungmennaráð Seltjarnarness
    Farið yfir starf ungmennaráðs og kom fram í máli Margrétar að áhugi væri hjá ráðinu að sækja um styrk til þess að taka á móti sænsku ungmennaráði sem þau heimsóttu til Svíþjóðar í fyrrasumar. Margréti og Hauki falið að kanna málið nánar.
  5. Undirbúningur fyrir 17. júní mnr. 2011020061
    Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og undirbúningur kominn vel á veg.
  6. Afreksstyrkir Gróttu
    Greiddir voru afreksmannastyrkir til deilda Gróttu og til kjörinna íþróttamanna Seltjarnarness 2010.
  7. Erindi frá fimleikadeild Gróttu mnr. 2011040015
    Framkvæmdatjóra falið að ræða áfram við fimleikadeild Gróttu.
  8. Styrkbeiðni mnr. 2011040014
    Samþykkt að veita Nökkva Gunnarssyni kr. 30 þúsund króna styrk vegna golfnámskeiðs sem hann sótti í Belgíu.

Fundi slitið kl. 18:06

Lárus B. Lárusson sign.

Páll Þorsteinsson sign.

Guðrún Kaldal sign.

Felix Ragnarsson sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?