Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

14. júní 2011

355. (5.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 14.júní 2011 kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttir

Forföll: Páll Þorsteinsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga – Varðar öryggi á sundstöðum. Málsnúmer: 2011060015
  HG fór yfir breyttar reglur sundstaða sem tóku gildi um áramót. Kom fram að mikil umræða hefði farið fram á liðnum vetri hjá fagaðilum vegna þessara breytinga.
  Sundlaug Seltjarnarness uppfyllir ákvæði öryggisreglna Menntamálaráðuneytis.
 2. Erindi frá Umhverfisstofnun – auðkenni barnahópa í sundi. Málssnúmer: 2011060031
  Erindið lagt fram.
 3. Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar – fimleikar, fimleikadeild Gróttu. Málsnúmer: 2011060032
  Samþykkt að veita kr. 140 þúsund króna styrk vegna æfingaferðar til Ungverjalands.
 4. Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar – fimleikar, Embla og Dominiqua. Málsnúmer 2011060033
  Samþykkt að veita kr. 20 þúsund á hvora vegna Evrópumóts í Berlín.
 5. Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar – blak, Steinunn Helga. 2011060034
  Samþykkt að veita kr. 20 þúsund vegna Smáþjóðaleika í Lichtenstein.
 6. Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar – sund, Anna Kristín Jensdóttir. Málsnúmer 2011060035
  Samþykkt að veita kr. 20 þúsund vegna Tékklands Open.
 7. Styrkbeiðni vegna utanlandsferðar – handbolti, Grótta. Málsnúmer 2011060030
  Samþykkt að veita kr. 280 þúsund vegna pilta og stúlknaferðar á Partilla Cup í Svíþjóð.
 8. Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa – fimleikadeild Grótta. Málsnúmer 2011040015
  Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu styrk til áhaldakaupa.
  Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu við deildina.
 9. Styrkur vegna úrvalsdeildarsætis meistarafl.karla í handknattleik.
  Samþykkt að veita kr. 50 þúsund.
 10. Sumarnámskeið á Seltjarnarnesi. Málsnúmer: 2011050039
  MS fór yfir hvernig sumarnámskeiðin hafa farið af stað. Að hennar sögn hefur allt gengið vel og sú nýbreyttni að hafa skráningu rafræna kemur vel út. Sundnámskeiðin hafa verið mjög fámenn og ekki víst að þetta form henti þeim.
 11. 17. Júní hátíðarhöldin. Málsnúmer 2011020061
  Dagskráin lögð fram og lofar góður fyrir fjölbreytta skemmtun á 17. júní.
 12. Ungmennaráð Seltjarnarness – Evrópa unga fólksins.
  Ungmennaráðið fengu styrk til þess að taka á móti 10 ungmennun frá Svíðþjóð 5. – 22. ágúst. Tilgangur heimsóknarinnar er tengslamyndum ungmenna í Evrópu.
 13. Íþróttafélagið Grótta – ársreikningar. Málsnúmer 2011060029
  Haraldur Eyvinds Þrastarson formaður aðalstjórnar Gróttu og Guðjón Norðfjörð gjaldkeri fóru yfir Gróttumál í víðasta samhengi og ársreikninga deilda fyrir árið 2010. GK vék af fundi undir þessum lið.

Lárus B. Lárusson sign. Fundi slitið kl. 17: 06

Magnús Örn Guðmarsson sign.

Guðrún Kaldal sign.

Felix Ragnarsson sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?