Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

13. september 2011

356. (6.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 13. september 2011 kl. 16:30 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Eva Margrét Kristinsdóttir

Gestir fundarins: Fulltrúar Ungmennaráðs Seltjarnarness, Gissur Ari Kristinsson og Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson

Kynning á heimsókn Ungmennaráðs Lundar frá Svíþjóð. Málsnúmer. 2010050027
Fulltrúar Ungmennaráðs Seltjarnarness kynntu sitt starf. Jafnframt sögðu þau frá heimsókn Ungmennaráðs frá Lundi í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var tengslamyndun ungmenna í Evrópu.

Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu. Málsnúmer. 2011090052
Erindið lagt fram og rætt. Í samræmi við umræður var ÍTF. falið að ræða hvort möguleikar eru til þess að fjölga æfingatímum Gróttu.


Styrkbeiðni vegna landsliðs U-19. Málsnúmer. 2011090053
Samþykkt samhljóða 20. Þús. Kr.- styrkur til Árna B. Árnasonar vegna U-19 landsliðsferðar.

Endurskoðun reglna um styrkveitingar ÍTS. Málsnúmer 2011090054
Samþykkt að nefndarmenn skoði áfram reglur ÍTS til úthlutunar styrkja á milli funda sbr. 351. fundargerð nefndarinnar.


Tómstundastyrkir Seltjarnarnesbæjar. Málsnúmer 2011030011
Formaður sagði frá því að svo virðist sem fleiri sæki um tómstundastyrk árið 2011 en árið á undan. Rafrænt umsóknarferli á tómstundastyrkjum hefur verið til skoðunar hjá innheimtudeild þ.e. umsóknarferlið, frágangur umsókna og greiðslur.


Aðsóknartölur sundlaugar. Málsnúmer 2011090056
ÍTF. fór yfir aðsóknartölur sundlaugar. Fram kom að aðsókn hefur dregist saman fyrstu 7 mánuðina miðað við árið 2010.


17. júní skýrsla 2011. Málsnúmer 2011020061
Skýrsla vegna 17. Júní hátíðarhaldanna 2011 lögð fram og rædd. Þar kom fram að hátíðarhöldin hafi tekist með eindæmum vel. Nefndin þakkar skýrsluhöfundi og verkefnastjóra hátíðarhaldanna fyrir greinagóða skýrslu.


Sumarstarfið 2011. Málsnúmer 2011050039
Skýrsla vegna starfsemi sumarnámskeiða Seltjarnarness 2011 lögð fram og rædd. Mikil umræða fór fram um rafrænu skráninguna. ÍTS. leggur til að lögð verði vinna í að fara yfir atriði sem betur mega fara. Nefndin þakkar skýrsluhöfundi fyrir greinagóða skýrslu.


Listahópurinn 2011 . Málsnúmer 2011050039

Skýrsla Listahóps Seltjarnarness 2011 lögð fram og rædd. Nefndin sammála um að listahópnum hafi tekist vel til með að skemmta íbúum Seltjarnarness með ýmsum gjörningum, uppákomum og farið ótroðnar slóðir í listsköpuninni.



Tölvunámskeið eldri borgara. Málsnúmer 2011050039

Skýrslan lögð fram og rædd. Nefndin sammála um að samvinna yngri kynslóðarinnar og eldri borgara sé afar jákvæð og mikil ánægja með námskeiðin.

Vetrarstarf Selsins 2011/2012 Málsnúmer 2010090012

Margrét sagði frá að að vetrarstarf Selsins væri komið í fullan gang og yrði með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Önnur mál.
Heimasíða Selsins hefur legið niðri undanfarið vegna bilunar. ÍTS leggur til að unnið verði í því að endurnýja hana.

 

Fundi slitið kl. 18: 25

Lárus B. Lárusson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Magnús Örn Guðmarsson (sign)

Guðrún Kaldal (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?