Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

08. febrúar 2012

358. (8.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 18:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Eva Margrét Kristinsdóttir

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2011. Málsnúmer: 2012020036.
    Farið var yfir aðsend gögn vegna kjörsins. Íþróttafulltrúi vék af fundi undir einum lið. Kjörið fer fram 20.febrúar nk.
  2. Erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Málsnúmer: 2012020037.
    Lagt fram.
  3. Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Málsnúmer:2012020038.
    Lífshlaupið, hvatningarverkefni hefur verið kynnt fyrir starfsfólki bæjarins.
  4. Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu. Málsnúmer: 2012020039.
    Ástæða erindisins er vegna umferðar barna til og frá knattspyrnuvelli.
    Ákveðið hefur verið að setja hraðahindrun í brekku ofan við stóra hliðið á knattspyrnuvelli. Eins þarf að sporna við því að bílum sé lagt framan við innaksturshlið á knattspyrnuvelli.
    Erindunu hefur verið vísað til skipulagsnefndar.
  5. Erindi frá UMFÍ. Málsnúmer: 2011120007.
    Erindið lagt fram og rætt.
  6. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðis. Málsnúmer: 2012010032.
    Samþykkt að veita Andra Sigfússyni kr. 30 þúsund.
  7. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar U-20 í handknattleik. Málsnúmer: 2012020040.
    Samþykkt að veita Árna Benedikt Árnasyni kr. 20 þúsund.
  8. Styrkbeiðni vegna sundmóts í Danmörku. Málsnúmer: 2012020052.
    Samþykkt að veita Kolbrúnu Jónsdóttur kr. 20 þúsund.
  9. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts í fimleikum. Málsnúmer: 2012020049.
    Samþykkt að veita Hörpu Snædísi kr. 20 þúsund.
  10. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar U-18 í handknattleik. Málsnúmer:2012020050.
    Samþykkt að veita Vilhjálmi Geir Haukssyni og Ólafi Ægi Ólafssyni kr. 20 þúsund hvorum.
  11. Styrkbeiðni TKS. Málsnúmer: 2012020051.
    Samþykktur kr. 200 þúsund króna styrkur vegna TKS hlaupsins. Farið var yfir samningsdrög á milli bæjarins og TKS. Drögin samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
  12. Árshlutauppgjör Íþróttafélagsins Gróttu. Málsnúmer:2011110011.
    Íþróttafulltrúa falið að leita eftir uppgjöri deilda Gróttu fyrir næsta fund ÍTS.
  13. Íþrótta- og æskulýðsstefna (tómstundastefna) Seltjarnarnesbæjar. Málsnúmer:2012020053.
    Málið rætt og æskulýðsfulltrúa og íþróttafulltrúa falið að skoða málið í framhaldinu.
  14. Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Málsnúmer: 2011090056.
    Íþróttafulltrúi fór yfir helstu starfsemi íþróttamiðstöðvar (sundlaug-íþróttahús-knattspyrnuvöllur).
  15. Húsnæðismál Selsins. Málsnúmer: 2010090012.
    Forstöðumaður sagði frá ítrekuðum lekavandamálum. Rætt um að færa starfsemi Selsins að hluta til eða alfarið yfir í Félagsheimilið. Æskulýðsfulltrúa og formanni ÍTS falið að halda áfram viðræðum við félagsheimilisstjórn. Starfsemi Selsnis hefur farið fram í Félagsheimilinu meðan á lagfæringum stendur. Vísað er til umræðu ÍTS í 357. fundargerð nefndarinnar, lið nr.7.
  16. Heimasíða Selsins. Málsnúmer: 2010090012.
    Heimasíðan er í smíðum og áætlað að hún verði tilbúin í mars 2012.
  17. Áramóta og þrettándabrenna. Málsnúmer: 2011120032.
    Brennumál rædd. Þar kom fram að Björgunarsveitin Ársæll hafði ekki tök á að vera með flugeldasýningu við áramótabrennu. Eins ákvað foreldrafélag Mýrarhúsaskóla að hvíla þrettándabrennuna þetta árið.
  18. Fundatímar ÍTS 2012.
    Tillaga að fundadögum er eftirfarandi:
    24.apríl – 12.júní – 11.september – 13.nóvember.
  19. Önnur mál.
    Margrét sagði frá að starfsmenn Selsins væru að fara í endurmenntunarferð til Finnlands 30.mars nk.
    Hún sagði frá finnskri stúlku sem væri í starfsnámi hjá þeim í Selinu í 3 mánuði og frá ungmennaþingi ungmennaráðs Seltjarnarness.

Fundi slitið kl. 20:00.

Lárus B. Lárusson (sign).

Páll Þorsteinsson (sign).

Guðrún Kaldal (sign).

Felix Ragnarsson (sign).

Magnús Örn guðmarsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?