Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

283. fundur 25. maí 2004

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Felix Ragnarsson, Haukur Geirmundsson, Margrét Sigurðardóttir og Linda Sif Þorláksdóttir.
Forföll: Árni Einarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1. 17.júní
2. Samstarf Gróttu-KR
3. Samstarfsverkefni við Lýðheilsustöð
4. Knattspyrnuvellir
5. Önnur mál.
a) Sundkort fyrir starfsmannafélagið og Gróttu
b) Erindi frá Kára Garðarssyni og Alfreð Finnsyni
c) Umsókn um ferðastyrk frá knattspyrnudeild
d) Erindi frá fimleikastjórn frá síðasta fundi
e) Styrkbeiðnir frá unglingaráði handknattleiksdeildar
f) Afreksmannastyrkir


1. 17. júní
Margrét og Linda sögðu frá því að búið er að ganga frá öllum atriðum varðandi 17. júní. Hátíðin verður haldin á Eiðistorgi að venju og verður dagskráin svipuð í sniðum og áður þar sem höfðað er til sem flestra með fjölbreyttum atriðum.

Margrét tilkynnti að nú liði að því að hún færi í ársfrí, nánar 1.júní n.k. Linda gegnir starfi Margrétar á meðan og búið er að ganga frá ráðningu starfsmanns í Lindu stað.

Margrét og Linda gengu af fundi kl. 18:00.

2. Samstarf Gróttu-KR.
Samstarf Gróttu-KR rætt.

3. Samstarfsverkefni við Lýðheilsustöð.
Samstarfsverkefni við Lýðheilsustöð verður tekið fyrir á næsta fundi ÆSÍS.
Framkvæmdastjóra falið að fá nánari upplýsingar um verkefnið.

4. Knattspyrnuvellir.
Aðstaða við knattspyrnuvöll á Valhúsahæð rædd.
Vísað er til samkomulags bæjarstjóra og knattspyrnudeildar.

Ráðið lýsti ánægju sinni með samþykki KSÍ að Seltjarnarnesbær fengi úthlutuðum sparkvelli fyrir árið 2005. Erindinu vísað til skipulags og mannvirkjanefndar.

5. Önnur mál.
a) Sundkort fyrir starfsmannafélagið og Gróttu.
ÆSÍS samþykkir 25% afslátt til starfsmannafélagsins á 30 miða sundkortum.
Einnig var samþykkt að veita aðeins keppnisfólki meistaraflokka Íþróttafélagsins Gróttu áfram frían aðgang að sundlauginni sem er skilyrtur með sérstökum kortum.

b)Styrkbeiðni frá Kára og Alfreð.
ÆSÍS getur ekki orðið við þessari beiðni að þessu sinni.

c)Ferðastyrkur knattspyrnudeildar.
Áætlaður ferðakostnaður knattspyrnudeildar ræddur og ákveðið að veita þeim kr. 300.000.

d)Fimleikagólf.
Ráðið fór í vettvangsskoðun í fimleikasalinn til þess að skoða gólfið.
Ljóst er að fimleikagólfið í fimleikasal er slysagildra og nýtist illa við æfingar og ekki í keppnum.
Samþykkt að veita fimleikadeildinni eina milljón sem innborgun.

e) Dómarakostnaður og systkinaafsláttur unglingaráðs.
Samþykkt að greiða dómarakostnað kr. 161.565 og systkinaafslátt kr. 146.188 til unglingaráðs handknattleiksdeildar samkv. hjálögðum fylgiskjölum. Einnig var samþykkt að veita þeim styrk vegna utanfarar 4.flokks kvenna og greiða samsvarandi fyrir einn fararstjóra, eða kr. 72.000.

f) Afreksmannastyrkir.
Samþykkt að veita afreksmannastyrk kr. 200.000 til unglingaráðs handknattleiksdeildar og fimleikadeildar. Búið var að tilkynna deildunum um þennan styrk í kjöri íþróttamanns Seltjarnarness.Fundi slitið 19:10.

Ásgerður Halldórsdóttir sign:


Sigrún Edda Jónsdóttir sign:


Sjöfn Þórðardóttir sign:


Nökkvi Gunnarsson sign:


Felix Ragnarsson sign:Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?