Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

277. fundur 02. desember 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Gestir fundarins: Linda, Jón, Hildur og Edda frá Selinu.

Ritari fundar Árni Einarsson.


Dagskrá:
1. Heimsókn ungmennaráðs Selsins.
2. Hækkun gjaldskrár sundlaugar.
3. Önnur mál:
a. Erindi frá Skylmingafélagi Seltjarnarness
b. Styrkbeiðni frá Ágústi Jóhannssyni
c. Erindi frá KSÍ
d. Bréf frá Ingibjörgu Jónu Halldórsdóttur
e. Bréf frá Ásgeiri Ingvarssyni


1. Unglingarnir sögðu frá því sem þeir hafa unnið að undanfarið, en mikill tími hefur farið í undirbúning 10. bekkjar skemmtunarinnar sem haldin var 1. des. sl. Skemmtunin tókst vel og voru unglingarnir mjög ánægðir með framkvæmdina og sögðu að aðrir skólar öfunduðu þau af þessari hefð. Unglingarnir bentu á að í umræðum um fyrirhugaða sameiningu skólanna hafi rödd nemenda ekkert komið fram og töldu þeir æskilegt að nemendur ættu fulltrúa í undirbúningsnefndum vegna skólasameiningarinnar. Fram kom áhugi á byggingu sérstakrar menningarmiðstöðvar unglinga á Nesinu. Rætt var um hugmyndir að ungt fólk á Nesinu sjái um afmælisdagskrá bæjarins á næsta ári. Ungmennaráðið, Margrét og Linda véku af fundi að loknum þessum lið.
2. Hækkun gjaldskrár sundlaugar rædd. Meðfylgjandi gjaldskrá samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
3. a. Lagt fram svar frá Skylmingafélagi Seltjarnarness við óskum ÆSÍS um nánari upplýsingar, sbr. fund ÆSÍS 11. nóv. 2003. Framkvæmdastjóra falið að ræða við forstöðumann Selsins um mögulegt námskeiðahald og kynningu á skylmingum í tengslum við leikjanámskeið næsta sumar. Framkvæmdastjóra einnig falið að ræða við forsvarsfólk Skylmingafélagsins um aðra möguleika til kynningar og eflingar starfseminni.
b. Lögð fram beiðni um styrk til þátttöku í þjálfunarnámskeiði í Slóveníu í upphafi næsta árs. Samþykktur 30 þúsund króna styrkur.
c. Lagt fram bréf dags. 25.nóv. 2003.
d. Lagt fram bréf þar sem þakkaður er styrkur.
e. Lagt fram bréf vegna skaðabótakröfu á hendur íþróttahúsinu. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.


Fundi slitið kl. 19:00.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?