Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

284. fundur 12. júlí 2004

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir. og Nökkvi Gunnarsson.
Ekki náðist í Árna Einarsson og Haukur Geirmundsson er í sumarleyfi.

Ritari fundar: Óskar J. Sandholt.

Dagskrá:

1. Umsögn um stærð og legu gervigrasvallar við Hrólfsskálamel.


1. Umsögn um stærð og legu gervigrasvallar við Hrólfsskálamel:
Lögð fram fundargerð skipulags og mannvirkjanefndar nr. 43, 11 lið b, dags. 8. júlí 2004, þar sem óskað er umsagnar ÆSÍS um stærð og formlegrar afstöðu til legu gervigrasvallar á Hrólfsskálmel, vegna bréfs knattspyrnudeildar Gróttu, dags. 21. júní s.l. Einnig lagt fram bréf knattspyrnudeildar Gróttu, dags. 09. júlí 2004 með nánari útlistun á afstöðu stjórnar.

Samkvæmt bréfi frá knattspyrndeild Gróttu frá 21. júní s.l. kemur fram að stærð vallar er sú sama hvort sem um C eða D völl er að ræða. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu bendir á að verði öryggissvæði stækkað úr 3 metrum í 4 metra fáist undanþága frá mannvirkjanefnd KSÍ til að gera völlinn að C flokki. ÆSÍS hefur fyrir sitt leyti áður samþykkt stærð vallar D sem er 68*105 metrar og var það álit sent til skipulags- og mannvirkjanefndar og er hluti af tillögu 1A er samþykkt var í bæjarstjórn. ÆSÍS tekur undir óskir knattspyrnudeildar Gróttu um stækkun öryggissvæðis úr 3 metrum í 4 metra svo undanþága fáist frá mannvirkjanefnd KSÍ að völlurinn verði viðurkenndur sem völlur í C flokki sbr. bréf knattspyrnudeildar Gróttu frá 21. júní s.l.

Formlega er beðið um afstöðu ÆSÍS um legu vallarins. Samkvæmt bréfi knattspyrnudeildar Gróttu dags. 9. júlí s.l. þar sem fram kemur að í fyrirliggjandi skipulagshugmyndum liggur völlurinn þvert á Suðurströnd. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu gerir ekki athugasemdir við að deiliskipulag svæðisins byggist á því að völlurinn verði í flokki D og snúi þvert á Suðurströnd. Í deiliskipulagsvinnu fyrir Hrólfsskálamel undanfarna mánuði hefur komið fram að rými er fyrir gervigrasvöll í flokki D sem snýr þvert á Suðurströnd. Með stækkun öryggissvæðis úr 3 metrum í 4 metra með gervigrasi er verið að búa í haginn fyrir framtíðarmöguleika vallarins. Að uppfylltu framangreindu styður ÆSÍS legu vallarins þvert á Suðurströnd eins og gert er ráð fyrir í núverandi skipulagshugmyndum frá skipulags- og mannvirkjanefnd.

Hildigunnur Gunnarsdóttir tekur ekki efnislega afstöðu þar sem hún var boðuð á fundinn með skömmum fyrirvara þar sem ekki náðist í Árna Einarsson.

Fundi slitið 17:40

Ásgerður Halldórsdóttir sign:


Sigrún Edda Jónsdóttir sign:


Sjöfn Þórðardóttir sign:


Nökkvi Gunnarsson sign:


Hildigunnur Gunnarsdóttir sign:

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?