Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

285. fundur 17. ágúst 2004

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Gestir: Jórunn Þóra Sigurðardóttir og Margrét Pétursdóttir frá fimleikadeild.

Forföll boðaði Nökkvi Gunnarsson.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

 1. Erindi frá fimleikadeild.

 2. Undirbúningur fjárhagsáætlunar.

 3. KSÍ sparkvöllur.

 4. Önnur mál.

 1. Margrét og Jórunn ræddu fyrirhugað deiliskipulag á Hrólfsskálamel og lýstu áhuga sínum á að gert verði ráð fyrir mögulegri stækkun á íþróttahúsinu (fimleikahúsinu) á svæðinu. Þær kynntu þessar hugmyndir á fundi með formanni ÆSÍS og Ögmundi Skarphéðinsson í byrjun júní sl. ÆSÍS tekur undir þessar hugmyndir og beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að hún taki tillit til þeirra við skipulagsvinnuna. Margrét og Jórunn áréttuðu þörf fimleikadeildarinnar fyrir aukið rými til þess að koma fyrir atrennubraut. Einnig er óhagræði í að stökkgryfjan er ekki í beinum tengslum við fimleikahúsið.Farið var í skoðunarferð í íþróttahúsið. Að henni lokinni, kl. 18.20, viku Jórunn og Margrét af fundi.

 2. Undirbúningur fjárhagsætlunar er að hefjast. Óskað hefur verið eftir rekstraráætlunum frá deildum Gróttu og níu mánaða uppgjöri.

 3. Lögð fram drög að samningi á milli Seltjarnarneskaupstaðar og KSÍ um gerð sparkvallar. Samþykkt að leggja til að völlurinn verði settur upp á horni Hofgarða og Lindarbrautar. ÆSÍS leggur til að umrætt svæði verði skipulagt sem leiksvæði barna. ÆSÍS mun skoða nánari útfærslu á svæðinu síðar. Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 4. a) Lagðar fram þrjár fundargerðir starfshóps um endurnýjun sundlaugar Seltjarnarness (15. júní 2003, 18. nóvember 2003 og 15. júní 2004).
  b) Lagt fram bréf frá Old boys þar sem óskað er eftir leyfi til þess að halda fjáröflunardansleik í stóra sal í íþróttahúsinu 28. ágúst n.k. ÆSÍS tekur jákvætt í erindið en minnir á reglur íþróttahússins hvað þetta varðar.
  c) Lagt fram erindi frá nemanda í 9. bekk í Valhúsaskóla þar sem óskað er eftir styrk til þátttöku í sumarbúðum erlendis. ÆSÍS getur ekki orðið við erindinu.

 

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 18.55.

 

Ásgerður Halldórsdóttir sign:

Sigrún Edda Jónsdóttir sign:

Sjöfn Þórðardóttir sign:

Árni Einarsson sign:

Hildigunnur Gunnarsdóttir sign:Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?