Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

276. fundur 11. nóvember 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Gestir: Jón, Hildur og Edda frá Selinu.
Ritari fundar: Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Ungmennaráð Selsins í heimsókn.
2. Fjárhagsáætlun 2004.
3. Framkvæmdir vegna gervigrasvallar og sundlaugar.
4. Önnur mál:
a. Erindi frá Halldóru Björnsdóttur
b. Erindi frá Skylmingafélagi Seltjarnarness
c. Erindi frá Sunddeild KR.
d. Áramótabrenna 2003
e. Erindi frá gjaldkera knattspyrnudeildar

1. Margrét sagði frá stofnun ungmennaráðs Seltjarnarness í tengslum við Selið. Fyrirmyndin er sótt til Reykjavíkur þar sem þetta hefur verið gert á hverfagrunni.Hugmyndin er að ráðið geti verið rödd unglinga á Seltjarnarnesi í málefnum sem þá varða.
Fulltrúar ráðsins kynntu óskir um stækkun félagsmiðstöðvarinnar, breytingar á aðgangseyri fyrir unglinga að sundlauginni og viðurkenningu á íþróttaiðkun og þátttöku í félagsstarfi sem námi í grunnskólum. Unglingarnir kvörtuðu einnig yfir skorti á ruslafötum í bænum, t.d. í nágrenni skólanna, og skorti á lýsingu á nokkrum stöðum. Einnig kvörtuðu þeir undan loftræstingu í Valhúsaskóla og salernisaðstöðu. Unglingunum var boðið að koma á næsta fund ÆSÍS, 2. desember nk.

2. Fjárhagsáætlun rædd.

3. Haukur sagði frá framvindu undirbúnings við endurnýjun á sundlaug.

4.
a. Lögð fram beiðni um styrk til lyftingaþjálfunar fyrir ungan knattspyrnumann. ÆSÍS sér sér ekki fært að verða við erindinu. Framkvæmdastjóra falið að svara.
b. Lögð fram beiðni um styrk til áhaldakaupa. Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins. Málið tekið aftur upp síðar.
c. Lögð fram beiðni um starfsstyrk vegna yfirstandandi árs. Samþykktur styrkur að upphæð 160 þúsund krónur.
d. Rætt um framkvæmd brennunnar. Margrét lagði til að björgunarsveitinni eða öðrum yrði falin umsjón með brennunni í stað bæjarins. Ákvörðun frestað.
e. Lögð fram beiðni um styrk. Framkvæmdastjóra falið að ræða um málið við stjórn knattspyrnudeildarinnar..

Fundi slitið kl. 19.10.

Ásgerður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign) (sign)

Nökkvi Gunnarsson Árni Einarsson
(sign) (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir
(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?