Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

273. fundur 19. ágúst 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Gestur: Bjarni Álfþórsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Bréf frá bæjarstjóra vegna breytinga á sundlaug Seltjarnarness.

2. Formaður Gróttu: Bjarni Álfþórsson reifar málin um stöðu Gróttu.

3. Leikjanámskeiðin í sumar og hauststarfið framundan í Selinu.

4. Undirbúningur fjárhagsáætlunar vegna ársins 2004 og endurskoðun á 2003.

5. Skákmót grunnskóla Seltjarnarness.

6. Önnur mál:

a. Erindi frá blaða- og bókaútgáfunni Æskunni.

b. Erindi frá Gróttu/KR.

c. Opin leiksvæði á Seltjarnarnesi.

d. Aðstaða til félagsstarfs fyrir börn og unglinga.

Fundargerð:

1. Í bréfi bæjarstjóra er óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa frá ÆSÍS í vinnuhóp embættismanna bæjarins til undirbúnings breytinga og nýframkvæmda við sundlaug. Samþykkt að tilnefna Ásgerði Halldórsdóttur.

2. Bjarni reifaði í stuttu máli starf deilda Gróttu undanfarna, stöðu félagsins og framtíðarhorfur. Lýsti hann yfir ánægju með starfið almennt, en lýsti þó yfir áhyggjum með að sumir leikmenn yngri flokka í knattspyrnu hefðu áhuga á að skipta um félag. Taldi hann núverandi aðstöðuleysi knattspyrnumanna megin ástæðu þess. Aðstaða við núverandi leikvöll á Valhúsahæð er mjög bágborin. Stjórn knattspyrnudeildar hefur brugðist við þessu og býður nú leikmönnum 2. flokks sérstakan félagssamning til þess að treysta tengsl þeirra við félagið. Bjarni yfirgaf fundinn að þessu loknu.

3. Margrét Sigurðardóttir sagði frá leikjanámskeiðunum og lagði fram skýrslu um þau. Alls sóttu 188 börn, fædd 1994-1997, leikja- og ævintýranámskeiðin, 65 börn, fædd 1990-1993 Survivor-námskeið, eða 253 börn. Knattspyrnuskóla Gróttu sóttu 106 börn en aðeins 24 börn skólagarða. Alls eru þetta 383 börn. Margrét taldi námskeiðin hafa gengið mjög vel og lýsti yfir mikilli ánægju með starfsfólk á námskeiðunum. Vetrarstarfið er í undirbúningi og verður sama starfsfólk og sl. vetur. Starfið verður með svipuðu sniði og verið hefur.

4. Haukur lagði fram yfirlit úr aðalbók ÆSÍS miðað við 19. ágúst sl. og greinagerð þar sem fjárhagsstaða málaflokks 06 er rakin. Greinagerðin verður tekin til umræðu á næsta fundi ráðsins.

5. Ásgerður og formaður Gróttu hafa rætt við Illuga Jökulsson formann skákfélagsins Hróksins um að halda skákmót fyrir grunnskólana á Seltjarnarnesi. Á fundi þeirra var samþykkt að efna til skákmóts 7. sept. nk. í Valhúsaskóla. Keppt verður í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna. Hrókurinn annast framkvæmd mótsins. ÆSÍS samþykkir að standa undir kostnaði þeim sem hlýst af þessu framtaki. Einnig var ákveðið að kaupa skákklukkur til afnota fyrir skólana og ÆSÍS.

a. Erindinu tekið jákvætt en samþykkt að vísa því til menningarnefndar og skólanefndar.

b. Ósk um leyfi til þess að halda dansleik í Íþróttahúsi Seltjarnarness 30. ágúst nk. Samþykkt, enda verður fylgt reglum um umgengni í húsinu. Framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir.

c. Lagt fram erindi frá Sjöfn Þórðardóttur um hvað betur mætti fara á opnum leiksvæðum í bænum. Samþykkt að skoða erindið í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2004.

d. Árni lagði fram hugmynd um skoða möguleika á að byggja upp nýja aðstöðu fyrir félagsstarf barna og unglinga á Seltjarnarnesi sem einnig gæti nýst öðrum aldurshópum. Samþykkt að taka málið aftur upp á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 19.05.

Ásgerður Halldórsdóttir
Sign

Sigrún Edda Jónsdóttir
Sign

Sjöfn Þórðardóttir
Sign

Nökkvi Gunnarsson
Sign

Árni Einarsson
SignLoka
Var efnið á síðunni hjálplegt?