Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

272. fundur 27. maí 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Erindisbréf ÆSÍS

2. Sumarnámskeið 2003 á vegum ÆSÍS

3. 17. júní

4. Önnur mál:

a. Erindi frá Skylmingafélagi Seltjarnarness

b. Erindi frá Kára Garðarssyni handknattleiksþjálfara

c. Erindi frá Margréti Harðardóttur grunnskólafulltrúa

d. Erindi frá Latabæ ehf.

e. Erindi vegna kvennahlaups ÍSÍ

f. Erindi frá stjórn handknattleiksdeildar Gróttu

g. Erindi frá Margréti Magnúsdóttur og fleirum

h. Erindi frá Berglindi Gunnarsdóttur

i. Vinabæjarmót í Herlev í Danmörku í júní 2003

j. Kofasmíði

k. Atvinnumál ungs fólks á Seltjarnarnesi

l. Klukkugjöf

m. Tækjakaup í æfingasal

n. Erindi frá Fimleikadeild Gróttu.

Fundargerð:

1. Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir ÆSÍS.

Samþykkt með breytingum.

2. Búið er að ráða starfsfólk. Skráningar eru hafnar, en hafa farið rólega af stað, enda skólarnir enn starfandi. Rætt um möguleika á að taka við skráningum á netinu. Óvenjumörg börn sem hafa þegar skráð sig þurfa sérstakan stuðning. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að mæta því.

3. Dagskráin verður að mestu byggð á heimafenginni dagskrá og verður með svipuðu sniði og verið hefur. Dagskráin stendur í u.þ.b. klukkutíma og verður auglýst samhliða opnun bókasafnsins á Eiðistorgi.

Margréti sagði frá ferð 10. bekkinga sem farin var að loknum samræmdu prófunum. Lýsti hún mikilli ánægju með hópinn og sagði hann vera til fyrirmyndar.

4.

a. Lagt fram bréf frá Skylmingafélagi Seltjarnarness þar sem óskað var eftir aðstöðu vegna Norðurlandamóts í skylmingum með höggsverði sem haldið verður 7. – 8. júní 2003. Einnig var óskað var eftir fjárstuðningi.

Samþykkt að leggja til húsnæði og 50 þúsund króna styrk.

b. Beiðni um styrk til þátttöku í þjálfaranámskeiði í Slóvakíu. Samþykkt að styrkja hann um 30 þúsund krónur.

c. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum um tómstundaframboð fyrir 6 – 9 ára börn á Seltjarnarnesi. Æskulýðsfulltrúi hefur þegar svarað erindinu, en ekki er fjármagn fyrir hendi hjá ÆSÍS til þess að bjóða þessum aldurshópi upp á skipulagt tómstundastarf.

d. Samþykkt að styrkja Lató hagkerfið en erindi bréfsins að öðru leyti vísað til menningarnefndar og skólanefndar.

e. Lagt fram til kynningar, en bent á að starfandi er trimmklúbbur á Nesinu sem sinnir almenningsíþróttum. Vísað frá.

f. Dómarakostnaður vegna 2. og 3. flokks karla og kvenna í handknattleik eru 360 þúsund krónur fyrir hverja leiktíð. Samþykkt að greiða þennan kostnað vegna keppnistímabilsins 2002-2003. Fram kom í umræðum að handknattleiksdeild Gróttu er stærsta handknattleiksdeild landsins nú með 480 iðkendur.

g. Ábending um starfsemi Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur. Samþykkt að lækka húsaleigu skólans til styrktar starfsemi hans. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um fjölda seltirnskra barna í skólanum.

h. Beiðni um styrk vegna þátttöku í ólympíuliði Íslands í efnafræði sem fram fer í Grikklandi 5. – 14. júlí 2003. Samþykkt að greiða henni fyrir undirbúnings- og keppnisþátttöku sem svarar mánaðarlaunum frá 15. júní til 15. júlí.

i. Árni Einarsson og Sjöfn Þórðardóttir munu sækja vinarbæjarmót í Herlev í Danmörku í næsta mánuði, ásamt þremur öðrum frá Seltjarnarnesi.

j. Framkvæmdastjóri upplýsti að af fjárhagsástæðum ekki hefði verið fært að ráðast í gerð smíðavallar sem hugmyndir voru um. Samþykkt að gera ráð fyrir þessum lið á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

k. Rætt um atvinnumál 16-18 ára unglinga á Seltjarnarnesi.

l. Ráðið lýsir ánægju með gjöf Íslandsbanka á markatöflu til Íþróttafélagsins Gróttu.

m. Samþykkt að styrkja Íþróttafélagið Gróttu um 400 þúsund krónur til kaupa á æfingatækjum í nýjan æfingasal í íþróttamiðstöðinni, sem nýtast mun öllum deildum.

n. Sótt um styrk frá fimleikadeild vegna Hörpu Snædísar Hauksdóttur vegna fyrirhugaðra keppna hennar á fjórum mótum erlendis í fimleikum. Samþykkt að veita fimleikadeild 50 þúsund króna styrk vegna þessa verkefnis. Einnig samþykkt að veita Hörpu 50 þúsund króna afreksstyrk.

Fundi slitið kl. 19.10.

Ásgerður Halldórsdóttir
Sign

Sigrún Edda Jónsdóttir
Sign

Sjöfn Þórðardóttir
Sign

Nökkvi Gunnarsson
Sign

Árni Einarsson
Sign



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?