Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

4. fundur 10. september 2002

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Nökkvi Gunnarsson, Haukur Geirmundsson og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Dagskrá.

1. Væntanlegar breytingar á sundlaug.

2. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2003

3. Önnur mál.

1. Breytingar kynntar fyrir meirihluta 9.september. Almenn ánægja með tillögurnar. Til stendur að halda samskonar kynningu fyrir minnihlutanum 10.september. Einnig voru kynntar hugmyndir um aðrar staðsetningar á gervigrasvelli. Þessar hugmyndir verða kynntar á fyrirhuguðu íbúaþingi.

2. Framundan er undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Næsti fundur ÆSÍS verður m.a. vettvangskönnun Íþróttamiðstöðvar varðandi viðhaldsþætti.

3. a. Beiðni frá Taflfélagi Seltjarnarness um styrk vegna þátttöku í Íslandsmóti. Samþykkt að veita félaginu 50.000 króna styrk.

b. Bréf frá fjárhags- og launanefnd varðandi styrkumsókn frá Nökkva Gunnarssyni vegna þátttöku hans í golfmótum erlendis. Samþykkt að veita Nökkva 100.000 króna styrk.

Fundi slitið kl. 18:00

Fundargerð ritaði Hildigunnur Gunnarsdóttir.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?