Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

1. fundur 04. júlí 2002

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

 1. Nýir fulltrúar í ÆSÍS boðnir velkomnir.
 2. Verkaskipting stjórnar.
 3. Skýrsla um undirbúning áhættumats.
 4. Erindi frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.
 5. Erindi frá karlaráði Gróttu/KR.
 6. Evrópukeppni borga í handknattleik.
 7. Gervigrasvöllur.
 8. Endurbætur og viðbygging við sundlaug.
 9. Önnur mál.

_____________________________________

 1. Formaður bauð Nökkva Gunnarsson, fulltrúa Neslistans í ÆSÍS velkominn. Aðrir í ráðinu sátu einnig á síðasta kjörtímabili.
 2. Sigrún Edda Jónsdóttir var kjörin varaformaður og Árni Einarsson ritari.
 3. Lagt fram bréf frá bæjarstjóra og skýrsla um áhættumat. Framkvæmdastjóra falið að gera úttekt á þeim þáttum sem fram koma í skýrslunni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
 4. Lagt fram bréf frá ÍSÍ þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að marka sér stefnu í samráði við íþróttahreyfinguna hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, rekstur félaga, styrkveitingar til íþrótta og fræðslustarfs.Framkvæmdastjóra falið að taka saman helstu rekstrarliði og styrki til íþróttastarfs og leggja fyrir ráðið.
 5. Lagt fram bréf frá karlaráði Gróttu/KR um að halda dansleik í ágúst í íþróttahúsinu. ÆSÍS samþykkir erindið fyrir sitt leyti gegn því að gólf séu vel varin og farið eftir reglum um dansleiki. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
 6. Lagt fram erindi frá karlaráði Gróttu/KR þar sem sagt er frá því að karlalið Gróttu/KR í handknattleik hafi unnið sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni borga sem fram fer í október n.k. og óskar eftir styrk til þátttökunnar. Samþykkt að styrkja þátttöku liðsins í fyrstu umferð um 500 þúsund krónur.
 7. Lagðar fram endurskoðaðar tillögur um gervigrasvöll. Unnið verður áfram með tillögurnar.
 8. Lagðar fram þrívíddarmyndir af tillögum að endurbótum á sundlaug.Unnið verður áfram með tillögurnar og framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að áfangaskiptingu framkvæmda.
 9. Engin.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.55.

Ritari fundar, Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?