Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

44. fundur 16. maí 2002

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

Gestir fundarins: Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður Selsins, Kristján Guðlaugsson frá Gróttu/KR og Halldór Andrésson frá handknattleiksdeild Gróttu.

Dagskrá:

  1. Sumarnámskeið á vegum Selsins..
  2. Fulltrúar handknattleiksdeildar.
  3. Breytingar á sundlaug.
  4. Önnur mál.

-------

  1. Margrét sagði frá undirbúningi vegna sumarnámskeiða á vegum Selsins. Búið er að ráða leiðbeinendur og var mikil eftirspurn eftir störfum. Námskeiðin verða haldin í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.
    Margrét sagði einnig frá undirbúningi vegna 17. júní.og kynnti drög að dagskrá. Margrét vék af fundi kl. 18.10.
  2. Kristján og Halldór kynntu hugmyndir um endurnýjun samnings við Ræktina og lögðu fram beiðni um áframhaldandi styrk frá ÆSÍS vegna hans.
    Þeir kynntu einnig fyrirkomulag samstarfs Gróttu og KR. Kristján og Halldór véku af fundi kl. 18.4o.
  3. Lögð fram drög að breytingum á sundlaug.
  4. a. Lögð fram drög að reglum um ferðastyrki fyrir ÆSÍS. Haukur útfærir drögin betur. Formanni og Árna falið að ganga endanlega frá þeim.
    b. Rætt um nýgerðan samning við Golfklúbb Ness. Samningurinn er töluvert breyttur frá fyrri samningi. Árlegar greiðslur uppreiknast miðað við neysluvísitölu í upphafi hvers árs á samningstímabilinu.
    c. Beiðni frá Trimmklúbbi Seltjarnarness um styrk vegna Neshlaupsins. Samþykkt að veita klúbbnum 50.000 króna styrk.
    d. Beiðni frá Degi Bergssyni um styrk til píanóæfinga í sumar. Samþykkt að veita honum styrk sem nemur sex vikna vinnu og er þá miðað við laun starfsmanna Áhaldahúss.
    e. Samþykkt að útbúa lítil færanleg mörk til nota utanhúss til knattspyrnuiðkunar barna.

    Formaður þakkaði ráðsfólki samstarfið á kjörtímabilinu.

Fundi slitið kl. 19.3o.

 

Ritari fundar, Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?