Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

39. fundur 03. janúar 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson. 

Dagskrá:

1.     Áramótabrenna

2.     Tilnefning til Íþróttamanns Seltjarnarness

3.     Reglugerð um niðurgreiðslu á ferðastyrk

4.     Skoðanakönnun um virkni barna- og unglinga á Seltjarnarnesi í æskulýðs- og íþróttamálum.

5.     Önnur mál.

1.     Brennan tókst vel en flugeldasýningin hófst fyrir auglýstan tíma.  Undirleikur við fjöldasöng mæltist hins vegar vel fyrir.

2.     Búið er að senda íþróttafélögum á Seltjarnarnesi tilkynningu um kjör Íþróttamanns Seltjarnarness sem áætlað er í febrúar.

3.     Setja þarf nánari reglur um ferðastyrki Gróttu.  Árni, Ásgerður og Haukur leggja fram tillögur á næsta fundi.

4.     Samþykkt að gera könnun á virkni barna- og unglinga í æskulýðs- og íþróttastarfi.  Reynt verður að fá ýtarlegar upplýsingar út úr könnuninni.

5.      

Ø      Lögð fram beiðni frá Gróttu/KR um að fá að halda þorrablót í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar 26.janúar n.k.  Ráðið mælir ekki gegn því að leyfið sé veitt en bendir á að notkun á íþróttahúsnæðinu til samkomuhalds af þessu tagi sé algjör undantekning.

Ø      Upplýst að Haukur fer á fund V.S.Ó. 4. janúar þar sem endanlegur kostnaður verður lagður fram vegna framkvæmda við gervigrasvöll.

Ø      Fyrirspurn um kjör íþróttamanns Gróttu rædd.  Slíkt kjör hefur ekki farið fram síðustu tvö árin og var framkvæmdastjóra falið að hvetja stjórn félagsins til þess að endurvekja kjörið.

Ø      Samþykkt að leita eftir því við siglingaklúbb á vegum ÍTR. í Nauthólsvík að halda siglinganámskeið á hafnarsvæði Seltjarnarness á sumri komandi.

 

Fundi slitið kl. 18:35.

Fundarritari Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?