Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

38. fundur 06. desember 2001

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

Fjárhagsáætlun 2002

Áramótabrenna

Önnur mál.

 

1.   Farið yfir fjárhagsáætlun 2002.  Ráðið bendir á að framlag til viðhalds íþróttahúss og sundlaugar hefur verið lækkað verulega frá síðasta ári og nægir engan veginn til þess að standa undir nauðsynlegu viðhaldi, að ekki sé talað um æskilegar breytingar á sundlaug sem kominn er tími á fyrir löngu. Ráðið mótmælir þessum niðurskurði sem kemur afar illa við óhjákvæmilega uppbyggingu íþróttamannvirkjanna og bendir á að viðhaldsáætlun fyrir árið 2002 var gerð með tilliti til þess að gert var ráð fyrir að 15 milljónir kæmu til viðbótar venjulegu viðhaldi á því ári.

 

2.      Brennan verður með hefðbundnu sniði.

 

3.       

3.a.  Lögð fram beiðni frá Sigríði Maríu Sigmarsdóttur um styrk til þátttöku á skylmingamótum erlendis.  Sigríður er í unglinga- og A-landsliði Íslands             og hefur náð mjög góðum árangri í íþrótt sinni.  Samþykkt að veita henni kr. 30.000.- í styrk.

3.b.  Samþykkt að veita Elvari og Krisínu Þrastarbörnum kr. 20.000.- styrk hvoru um sig til þátttöku í skíðakeppnum erlendis á vegum unglingalandsliða. 

3.c.  Samþykkt að veita Jóhanni Friðriki Haraldssyni kr. 300.000.- styrk til æfinga og þátttöku í skíðamótum erlendis.  Jóhann er í A-landsliði Íslands og er einn af þremur Íslendingum sem keppa á heimsbikarmóti um þessar mundir.

3.e.  Gerður verður á næstu dögum nýr samningur við Golfklúbb Ness um áframhaldandi framkvæmdastyrk til næstu 5 ára.  Strykurinn nemur 4 milljónum króna á ári og hækkar úr 2 milljónum.

3.f.   Framkvæmdastjóra falið að skrifa ÍTR eða Bláfjallanefnd bréf þar sem óskað er eftir að áætlunarferðir til Bláfjalla frá Seltjarnarnesi verði teknar aftur upp, en þær hafa legið niðri síðustu tvö ár.

3.g.  Beðið er endanlegrar niðurstöðu kostnaðaráætlunar frá V.S.Ó á öllum verkþáttum vegna gerð gervigrasvallar.

3.h.  Könnun á þátttöku barna- og unglinga í íþrótta- og félagsstarfi á Seltjarnarnesi verður gerð snemma á næsta ári.

 

3.i.  Formaður bauð ráðsfólki heim í kvöldverð að fundi loknum.

 

Fundi slitið kl. 18:40     Fundarritari:  Árni Einarsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?