Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

37. fundur 04. október 2001

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

 

 

Dagskrá:

 

1.     Viðræður við Golfklúbb Seltjarnarness.

2.     Fjárhagsáætlun 2002.

3.     Önnur mál.

 

1.   Heimsókn til Golfklúbbs Ness þar sem forsvarsmenn klúbbsins kynntu starfsemi hans og rökstuddu ósk sína um endurnýjun framkvæmdasamnings sem rennur út í ár.  -  Bréf frá golfklúbbnum lagt fram að fundi loknum.

 

2.   Umræðum um fjárhagsáætlun 2002 framhaldið frá síðasta fundi.

 

3. 

    ●  Lagt fram bréf frá Grunnskólafulltrúa dags.3.okt.´01 þar sem boðað er til fundar til framhalds á átakinu “gangandi börn í skóla”.

 

    Lagt fram bréf frá grunnskólafulltrúa dags.25.sept.´01 varðandi breytingu á lengd skóladags sem leiddi til skörunar við dagskrá Íþróttamiðstöðvar.

 

    ●  Lagt fram yfirlit frá Jóhanni Friðriki Haraldssyni landsliðsmanni á skíðum, varðandi skíðaiðkun hans og kostnað því fylgjandi, ásamt beiðni um styrk til þjálfunar.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

 

Fundi slitið kl. 19:15     Fundarritari Árni EinarssonLoka
Var efnið á síðunni hjálplegt?