Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

35. fundur 16. ágúst 2001

Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

      1.      Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2002.
2.      Umsóknir úr afrekssjóði.
3.      Gervigrasvöllur.
4.      Vetrarbæklingur.
5.      Önnur mál.

  1. Óskað verður eftir fjárhagsumsóknum frá deildum Gróttu vegna fjárhagsáætlunar.
  2. Lagðar fram umsóknir frá fimleikadeild Gróttu, karlaráði Gróttu-KR og unglingaráði Gróttu um styrk úr sjóðnum.  Samþykkt að veita þessum aðilum styrk samtals að upphæð 1.300.000 krónur.
  3. Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir knattspyrnuvöll frá VSÓ-Ráðgjöf.  Endanleg framkvæmdar- og kostnaðaráætlun er væntanleg.
  4. Unnið er að vetrarbæklingi ÆSÍS sem kemur út í september.
  5. Önnur mál.

*    Lagt fram bréf frá fimleikadeild Gróttu dags.8.mars 2001 þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi vegna áranna 2000 og 2001 sem greiðslu fyrir afnot af áhöldum fimleikadeildarinnar í Íþróttamiðstöðinni.  Formaður ÆSÍS lagði erindið fyrir bæjarstjóra í mars s.l. og var það samþykkt.

*     Lagt fram bréf frá fimleikadeild Gróttu dags.9.ágúst s.l. 2001.  Í bréfinu kemur fram vilji deildarinnar til þess að hætta samstarfi við fimleikadeild KR.  Fram kemur einnig áætlun um iðkendagjöld næsta starfsár.  Óskað verður eftir nánari skýringum á þeirri hækkun sem þar kemur fram. 

*     Lögð fram beiðni frá meistaraflokki karla Gróttu-KR um styrk vegna þátttöku á móti á Akureyri 24.-28.ágúst n.k.  Samþykkt að veita styrk gegn vinnuframlagi. 

*     Lögð fram ársskýrsla TKS fyrir síðasta ár.

*     Rætt um samstarf Gróttu-KR í handknattleik.  Fram kom hjá framkvæmdarstjóra að enginn samningur liggur fyrir um þetta samstarf.  Slíkur samningur verður að liggja fyrir áður en gengið verður frá fjárhagsáætlun næsta árs.

*     Samþykkt að halda fundi ráðsins fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:30 í vetur.

 

Fundi slitið kl. 18:45                 Fundarritari:  Árni Einarsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?