Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

34. fundur 01. júní 2001

Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

 

1.      Starfslýsingar æskulýðs- og íþróttafulltrúa og forstm. Selsins.

2.      Önnur mál.

 

1.      Lúðvík skýrði frá vinnu vegna breytingu á starfslýsingum æsíf og forstöðumanni Selsins.  Samþykkt að aðgreina æskulýðsstarfið frá starfi íþróttastarfinu eins og fram kemur í starfslýsingunum.  Starfslýsingarnar samþykktar.

2.      Önnur mál.

 

->   Lögð fram drög að afnota- og leigusamningi við íþróttafélagið Gróttu á félagsaðstöðu í nýbyggingu Íþróttamiðstöðvar.  Drögin   samþykkt með þeirri breytingu að í 4.grein komi ákvæði um að samningurinn skuli endurskoðaður fyrir 1.janúar 2003.

 

->   Lagt fram bréf frá Garðari Guðmundssyni þar sem óskar eftir 50.000.- króna styrk til skákstarfs Taflfélags Seltjarnarness.  Erindið samþykkt.

 

->   Lagt fram bréf frá Erni Steinsen framkvæmdarstjóra íþróttamannvirkja KR um greiðslur KR-inga fyrir afnot af sölum Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness vegna samstarfs Gróttu-KR í  handknattleik og fimleikum dags. 31.maí 2001.                        Tillögur KR ræddar um áframhaldandi samstarf Gróttu og KR.  Samþykkt að halda fundi með stjórnum handknattleiksdeildar og fimleikadeildar um þessar tillögur.

 

Fundi slitið kl. 13:15

 

Fundarritari, Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?