Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

28. fundur 07. desember 2000

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:  

1.      Lokaumræða fjárhaghsáætlunar 2001.

2.      Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2000.

3.      Framtíð Íþróttamiðstöðvar – sundlaug – íþróttahús – íþróttavellir.

4.      Önnur mál.

 

  1. Farið yfir síðustu útgáfu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.  Fram kom að áætlunin er lægri en síðasta útgáfa gerði ráð fyrir.  Samþykkt að bæta við eftirfarandi liðum:   Styrk til Íþróttafélagsins Gróttu, viðhaldi Íþróttamiðstöðvar og knattspyrnuvalla, alls að upphæð kr. 2.6 milljón.  Framkvæmdarstjóra og formanni falið að ræða við fjárhags- og launanefnd um málið.
  1. Upplýsingar hafa verið sendar þeim er málið varðar.  Stefnt að því að tilkynna valið um mánaðarmót jan./feb. 2001.
  1. Rætt hefur verið óformlega við nokkra arkitekta um heildarkönnun svæðisins og íþróttamannvirkjanna.  Þeir hafa sýnt málinu mikinn áhuga.  Í umræðum kom fram að gert er ráð fyrir 2 milljónum króna til þess að gera 300m2 gervigrasvöll við Valhúsaskóla.  Eftirfarandi ályktun samþykkt:  ÆSÍS bendir á að fyrirhugað er að fram fari heildarkönnun á íþróttasvæðinu á næstunni.  Mikilvægt er að fyrirhugaðar framkvæmdir við Valhúsaskóla taki mið af þessari hönnun enda gert ráð fyrir að íþróttavöllurinn nýtist jafnframt Valhúsaskóla sem leiksvæði.  Ráðið telur auk þess að 2 milljónir séu vanáætlun á umræddri framkvæmd.
  1.  

a)      Lagt fram bréf frá fimleikadeild Gróttu dags.6.des. 2000.  Samkvæmt því hefur deildin orðið af leigutekjum af fimleikaáhöldum miðað við síðustu ár. Ráðið telur einsýnt að bæta þurfi deildinni þetta tap og endurskoða framlag bæjarins til fimleikadeildarinnar í ljósi þessa.

b)      Undirbúningur vegna gamlársbrennu er þegar hafinn.

 

Fundir slitið kl. 18:45

Fundaritari, Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?