Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

25. fundur 05. október 2000

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Forföll:  Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Haraldur Eyvinds.

Gestir:  Daníel R.Ingólfsson form.Gróttu, Margrét Sigurðardóttir forstm. Selsins og Lúðvík Hjalti Jónsson nýráðinn fræðslu- og menningarfulltrúi sem sat sinn fyrsta fund með ÆSÍS.

Dagskrá:

1.      Fjárhagsáætlun 2001 – umræður og vettvangskönnun vegna viðhaldsþátta                   Íþróttamiðstöðvar.

2.      Félagsmálanámskeið Selsins og Valhúsaskóla.

3.      Gervigrasvöllur.

4.      Önnur mál.

Formaður ÆSÍS. óskaði eftir því í byrjun fundar að röð dagskrárliða væri eftirfarandi:  4.,2.,1. og 3.

4.  Daníel R. Ingólfssyni tilkynnt að ÆSÍS. hefði samþykkt að veita mfl.kvenna afreksstyrk að upphæð kr. 600.000.- vegna frábærrar frammistöðu s.l. keppnistímabil er þær léku til úrslita bæði í Íslandsmóti og bikarkeppni. 

2.  Margrét Sigurðardóttir sagði frá væntanlegu vetrarstarfi og kom fram í máli hennar að starfið færi vel af stað og þátttaka meiri en í fyrra.  Sagði hún frá samstarfi Selsins og Valhúsaskóla og taldi það með ágætum og báðum til hagsbóta.                                    Rætt var um sameiginlega framkvæmd félagsmálafræðslu og þjálfunar í félagsstörfum sem metið yrði sem hluti af námi í Valhúsaskóla undir formerkjum lífsleikni.  Margrét mun vinna að framgangi hugmyndarinnar í samvinnu við skólann.                                  

Margrét og Daníel véku af fundi kl. 18:00.

1.  Gengið var um húsakynni Íþróttamiðstöðvar og viðhaldsþörf könnuð og almennt ástand mannvirkja.  Þar komu fram nokkur forgangsverkefni sem þarf að sinna á næsta ári.  Framkvæmdarstjóri mun setja niður viðhaldsáætlun og nýbreytni fyrir næsta fund ráðsins þann 19.okt. n.k. þar sem ráðið mun fara í gegnum fjárhagsáætlun ársins 2001.

3.  Framkvæmdastjóri sagði frá því að nefnd sem skipuð var af bæjarstjóra til þess að skoða fyrirhugaðar framkvæmdir á malarvelli við Suðurströnd hefði komið saman á sínum fyrsta fundi og væri málið komið af stað.

Fundarritari var Árni Einarsson. 

 

Næsti fundur helgaður fjárhagsáætlun verður haldinn 19.október.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?