Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

11. september 2012
361. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 11. september 2012 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson og Eva Margrét Kristinsdóttir ásamt Margréti Sigurðardóttur.

Guðrún Kaldal og Felix Ragnarsson boðuðu forföll.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Erindi frá Gróttu vegna mfl.karla og kvenna. Mnr.2012090023.

  Samþykkt að veita hvorum flokki fyrir sig kr. 140 þúsund í styrk.

 2. Erindi frá Gróttu vegna rekstur íþróttahúss. Mnr. 2012090020.

  Lagt fram bréf frá íþróttafélaginu Gróttu þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld um að íþróttafélagið Grótta taki að sér rekstur á íþróttahúsi Seltjarnarnesbæjar.
  Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness samþykkir fyrir sitt leyti að málið verði skoðað og vísar málinu til F&L til frekari umfjöllunar.

 3. Árshlutauppgjör frá Gróttu. Mnr. 2011110011.

  Málinu frestað til næsta fundar ÍTS.

 4. Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 8.-10.bekkur. Mnr.212090025.

  Skýrslan lögð fram og í umræðum fundarmanna kom fram hversu vel íþrótta- og tómstundastarf bæjarins er að skila sér í heilbrigðari einstaklingum.

 5. Styrkbeiðni vegna Norðurlandsm. í frjálsum íþr. í Noregi. Mnr.2012090024.

  Samþykkt að veita Snorra Sigurðssyni kr. 20 þúsund styrk.

 6. Styrkbeiðnir vegna U-18 í handknattleik til Svíþjóðar. Mnr. 2012090026.

  Samþykkt að veita Evu Björk Davíðsdóttur og Lovísu Rós Gunnarsdóttur kr. 20 þúsund króna styrk hvorri.

 7. Styrkbeiðni vegna U-20 í handknattleik á EM til Tyrklands. Mnr. 2012090022..

  Samþykkt að veita Þráni Orra Jónssyni kr. 20 þúsund króna styrk.

 8. Sparkvöllur við Valhúsaskóla.

  Samþykkt að fela íþróttafulltrúa að ítreka beiðni um að gengið verði frá girðingu í kringum sparkvöllinn.

 9. Sundlaug Seltjarnarness.

  Íþróttafulltrúi fór yfir aðsóknartölur og tekjuaukningu sundlaugar undanfarin ár. Mörg smærri viðhaldsverkefni bíða sundlaugar á næsta ári.

 10. Knattspyrnuvöllur.

  Íþróttafulltrúi fór yfir starfsemi vallarins í sumar og lagði áherslu á mikilvægi þess að starfsmaður sé á vellinum allt árið. Einnig kom fram að bæta þarf verulegu magni af gúmmíi í völlinn á næsta ári.

 11. Íþróttahús.

  Íþróttafulltrúi fór yfir breytingar í rekstri íþróttahússins og fækkun starfsmanna í hagræðingarskyni. Helsta viðhaldsverkefni næsta árs er slípun og lökkun á parketi stóra salar.

 12. 17. júní 2012. Mnr. 2012040025.

  Æskulýðsfulltrúi fór yfir skýrslu vegna hátíðarhalda 17.júní sl. Nefndin þakkar skýrsluhöfundi og verkefnastjóra hátíðarhaldanna fyrir greinagóða skýrslu.

 13. Sumarstarfið 2012. Leikjanámskeið, listahópur, smíðavöllur og tölvunámskeið

  eldri borgara. Mnr. 2011100007.

  Æskulýðsfulltrúi fór yfir skýrslu vegna sumarstarfsins á vegum Selsins. Nefndin þakkar skýrsluhöfundum fyrir greinagóðar skýrslur.

 14. Vetrarstarf Selsins. Mnr. 201209002.

  Æskulýðsfulltrúi fór yfir dagskrá Selsins á komandi vetri. Hún sagði frá því að ný heimasíða er tilbúin og komin í loftið.

Lárus B. Lárusson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Eva Margrét kristinsdóttir (sign)

Magnús Örn Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?