Dagskrá:
1. Samstarf Gróttu og KR.
2. Íþróttamaður Seltjarnarness.
3. Kaupstaðarafmæli.
4. Önnur mál:
a. Erindi frá Skylmingafélagi Seltjarnarness.
b. Erindi frá Svifflugfélagi Íslands.
c. Næringarfræði barna og unglinga í íþróttum.
d. Evrópumeistaramót 19 ára landsliða kvenna.
Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Nökkvi Gunnarsson og Haukur Geirmundsson.
Gestur: Bjarni Torfi Álfþórsson formaður aðalstjórnar Gróttu.
Ritari fundar Árni Einarsson.
Fundargerð:
1. Rætt um samkomulag á milli Gróttu og KR í meistaraflokkum sem rennur út 30. apríl nk. Ýmsir hnökrar hafa verið á framkvæmd þessa samkomulags. Bjarni sagði frá því að formenn deilda Gróttu hafi rætt um framhald á þessum samningi og takmarkaður áhugi sé á að endurnýja hann.
Bjarni hvarf af fundi að loknum þessum lið kl. 18.
2. Kynntar tilnefningar og ábendingar um íþróttamann Seltjarnarness.
3. Rætt um kaupstaðarafmæli Seltjarnarness á þessu ári. Samþykkt að boða forsvarsmenn æskulýðsstarfs á Nesinu á fund til þess að kynna hugmyndir um þátttöku ungs fólks í tímamótunum. Framkvæmdastjóra falið að boða þessa aðila á næsta fund ráðsins, 9. mars nk.
4. a. Rætt um fyrirkomulag kynningar á skylmingum á Seltjarnarnesi. Framkvæmdastjóri hefur verið í viðræðum við formann Skylmingafélags Seltjarnarness.
b. Beiðni um styrk í formi styrktarlínu. Samþykkt styrktarlína að upphæð 5.000 krónur.
c. Lagðar fram upplýsingar um námskeið um mataræði og matarvenjur fyrir íþróttafólk. Samþykkt að bjóða íþróttaþjálfurum, íþróttakennurum og starfsfólki Selsins slíkt námskeið. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og koma á námskeiði.
d. Upplýst að um páskana fer fram hér á landi Evrópumeistaramót 19 ára landsliða kvenna í handknattleik. Óskað hefur verið eftir aðstöðu í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Handknattleiksdeild Gróttu hefur tekið að sér að sjá um framkvæmd mótsins fyrir hönd HSÍ.
Fundi slitið kl. 18.45.
Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign) (sign) (sign)
Árni Einarsson Nökkvi Gunnarsson.
(sign) (sign)