Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

22. fundur 11. maí 2000

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá.

 

1.      17.júní

2.      Önnur mál.

 

1.      Gert er ráð fyrir svipaðri dagskrá og í fyrra, þar sem hún tókst mjög vel.  Lögð verður áhersla á heimafengin skemmtiatriði eins og áður.  Rætt um möguleika á fjölskylduskemmtun um kvöldið, úti eða á Eiðistorgi.  Æsíf. falið að kanna þá möguleika.

2. 

  Lögð fram til kynningar endurskoðuð starfslýsing fyrir forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar.  Einnig lögð fram til viðmiðunar starfslýsing æskulýðs- og íþróttafulltrúa bæjarins.                                                                       Samdómaálit ráðsfólks að 2.grein í starfslýsingu hins nýja forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs megi fella út þar sem hún sé nánast endurtekning á 1.grein.  Ennfremur skarist 2.grein um of við starfslýsingu æsíf.  Ráðið bendir á mikilvægi þess að skýrt sé kveðið á um verkaskiptingu og ábyrgð svo koma megi í veg fyrir árekstra. 

 

  Lagt fram bréf frá Gróttu vegna æfingatöflu 2000-2001, dags. 9.maí 2000.

 

  Lögð fram drög að ársreikningi unglingaráðs Gróttu, rekstrarreikningi fimleikadeildar og rekstrarreikningi aðalstjórnar Gróttu.

 

  Lögð fram ársskýrsla Trimmklúbbs Seltjarnarness (TKS).

 

  Lagður fram kynningarbæklingur um sumarstarf ÆSÍS. og fleiri aðila á Seltjarnarnesi.

 

  Rætt um framtíð knattspyrnumála og uppbyggingu knattspyrnuaðstöðu.  Á næsta fundi ráðsins verða málin rædd frekar og stjórn knattspyrnudeildar Gróttu og fleiri boðaðir til umræðu og skoðanaskipta.

 

  Í upphafi fundar fóru ráðsmenn í heimsókn og kaffi í Selið í tilefni 10 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar.  Þar var kynnt forvarnarmyndband sem unnið var í samstarfi nokkurra félagsmiðstöðva m.a. Selsins. 

 

Samþykkt að halda næsta fund 23.maí 2000 kl. 20:00.

 

Fundi slitið kl. 19:00.

 

Fundarritari var Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?