Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

21. fundur 06. apríl 2000

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá.

 

1.     Daníel R. Ingólfsson formaður Gróttu ræðir Gróttumál.

2.     Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður Selsins ræðir Selsmál.

3.     Önnur mál.

 

 

1.     Daníel sagði frá starfsemi á vegum félagsins.  Starfið hefur aukist með tilkomu nýja íþróttahússins og sagði hann að iðkendur á vegum deilda félagsins væru nú rúmlega 500.  Gott samstarf hefur verið við KR við mótahald á vegum handknattleiksdeildar.  Tekjur af þessum mótum eru töluverðar.  -  Í sumar verður knattspyrnudeildin með meistaraflokk karla sem fyrirhugað er að reka alfarið fjárhagslega sjálfstætt.   -   Starfið í fimleikadeildinni hefur gengið vel í vetur en það íþyngir deildinni nokkuð að sjálfsaflafé hennar fer að stórum hluta beint til reksturs og tækjakaupa.   -   Nýja starfsaðstaðan hefur verið vel nýtt og hefur mikla þýðingu fyrir félagið.  Rætt var um árshlutauppgjör deilda Gróttu gagnvart ÆSÍS.  Það hefur ekki borist eins og ráð var fyrir gert.  Samkvæmt upplýsingum Daníels virðist þó rekstur deildanna í jafnvægi en þó eiga meistaraflokkarnir í handknattleiksdeildinni í erfiðleikum með að ná endum saman.  Óskað var eftir því að Daníel ítrekaði óskir ráðsins um uppgjör frá deildum.

 

2.     Margrét sagði frá starfi Selsins í vetur.  Sagði hún að margt hefði verið sveiflukennt í starfinu.  Þátttaka hefði ekki verið mikil, sérstaklega borið saman við síðasta vetur.  Ástandið á krökkunum hefði samt verið gott, skemmdarverk lítil, rúðubrot og vandræði með minnsta móti.  Ástæður fyrir dræmri þátttöku geta verið ýmsar s.s. aukin þátttaka í íþróttum og slæmt veður í vetur.  Mörg verkefni hafa þó gengið vel og krakkarnir hafa lagt sig fram við þau sem hafa verið í gangi.  Sagði Margrét hugsanlegt að breyta áherslum í starfinu í ljósi vetrarins.   -   Rætt var um möguleika á auknu samstarfi Selsins og skólanna.  Nefnd var hin nýja námsgrein lífsleikni, í því sambandi.   -   Margrét kynnti hugmynd um ævintýranámskeið fyrir aldurinn 10 – 12 ára í sumar.  Innifalið væri hugsanlega dvöl utanbæjar yfir nótt.  Benti hún á að mögulegt væri að samnýta starfsmenn með vinnuskólanum t.d. í júlí þegar dregur úr álagi þar.

3.     

  Lagt fram bréf frá unglingaráði handknattleiksdeildar dags. 20.mars 2000 þar sem óskað er eftir því að keypt verði markatafla í gamla íþróttasalinn.  Samþykkt að verða við beiðninni og gera ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun næsta árs.

  Lagt fram ódagsett bréf frá Sundsambandi Íslands þar sem óskað er eftir styrk til reksturs sundlandsliða Íslands.  Samþykkt að styrkja sambandið um kr. 20.000.-

  Formaður kynnti óformlegt erindi frá handknattleiksdeild um aukastyrk vegna ferða í tengslum við úrslitakeppni meistaraflokks kvenna.  Afgreiðslu erindisins frestað.

  Lögð fram ársskýrsla ÆSÍS. og Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 1999.  Æsíf. var þökkuð góð skýrsla.

  Lögð fram til kynningar auglýsing um stöðu Forstöðumanns fræðslu- og minningarsviðs Seltjarnarnesbæjar.  Í umræðum kom fram að ráðsmenn gera ráð fyrir óbreyttu starfi æsíf.  Formanni falið að afla nánari upplýsinga um lýsingu hins nýja starfs. 

  Í umræðum um starfsemi Íþróttamiðstöðvar kom fram að töluverð umskipti hafa verið undanfarið í starfsliði en vel hefði tekist að manna í laus störf.  Þó er enn undirmannað í íþróttahúsi eftir kl. 17:00.

  Rætt um möguleika þess að nýta heimasíðu bæjarins til þess að setja upp dagbók yfir helstu viðburði og uppákomur í bæjarlífinu til þess að auðvelda skipulagningu. 

  Rætt um hátíðarhöld vegna 17.júní og ráðsfólk beðið að koma með hugmyndir um dagskrárliði.

 

Næstu furndur ráðsins verða 4. og 11.maí og 1.júní.

 

Fundi slitið kl. 19:45

 

Fundarritari var Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?