Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

17. fundur 02. nóvember 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

1.      Fjárhagsáætlun 2000.

2.      Bréf frá bæjarstjóra dags. 18. okt.´99.

3.      Önnur mál. 

 

1.  Lokayfirferð fjárhagsáætlunar.

Forstöðumaður Selsins dreifði upplýsingum og kynningarefni um félagsmiðstöðina og gerði grein fyrir starfinu.  Samþykkt að ÆSÍS fari í heimsókn í Selið föstudagskvöldið 5. nóv. n. k. 

Farið yfir fjárhagsáætlun ÆSÍS.  Lítið svigrúm er til lækkunar á gjaldaliðum áætlunarinnar.  Formanni og æsíf. falið að fylgja áætluninni eftir gagnvart fjárhags- og launanefnd með rökstuðningi.

 

2.  Bréf bæjarstjóra.

Lagt fram bréf frá bæjarstjóra vegna fundargerðar ÆSÍS. þar sem fjallað er um knattspyrnuaðstöðu Gróttu.  Varðandi áætlun um lagfæringu á vellinum og flóðlýsingu vísast til greinargerðar æsíf. sem fylgir fjárhagsáætlun.  ÆSÍS. hefur til umræðu framtíðaruppbyggingu knattspyrnuaðstöðu á Seltjarnarnesi og stefnir að því að leggja fram drög að áætlun innan skamms.  Nú er komin fyrirtaksaðstaða til iðkunar handknattleiks og fimleika en bæta þarf aðstöðu til knattspyrnu.  ÆSÍS. telur að það sé næsta viðfangsefni til bættrar íþróttaaðstöðu á Nesinu.

Viðræðum Gróttu og KR vegna samstarfs í knattspyrnu var slitið af hálfu KR-inga í sumar.  Ráðið bendir á að forsendur samstarfs hafi breyst við stofnun hlutafélags um rekstur meistaraflokks KR. 

Samstarf Gróttu og KR í handknattleik verður endurskoðað að loknu yfirstandandi keppnistímabili og telur ráðið eðlilegt að skoða ávinning þess áður en ákvarðanir um frekara samstarf verða teknar.

 

3.  Önnur mál.

  Lagt fram bréf dags. 28. okt. frá Rannveigu Ólafsdóttur námsráðgjafa vegna meintrar áreitni og stríðni í búningsklefum íþróttahúss.  Kvartar hún undan skorti á gæslu í klefunum og spyr um möguleika á aukinni gæslu. ---  Leitað verður leiða til þess að sporna eftir mætti gegn áreitni og einelti í búningsklefum.  Æsíf. mun óska eftir nánari upplýsingum frá Rannveigu um málið og vill eiga við hana gott samstarf um leiðir til úrbóta.

  Æsíf. sagði frá ferð sinni og Magnúsar Georgssonar á sundlauga- og íþróttavörusýningu sem haldin var í Köln 26. – 30. okt. s. l.

  Næsti fundur ákveðinn 2. desember 1999 kl. 18.00

 

Fundi slitið kl. 20:50.      Fundarritari var Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?