Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. fundur 28. september 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Stefán Ó. Stefánsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

      Dagskrá:

 

1.    Fjárhagsáætlun 2000.

2.    Önnur mál.

 

 

1.     Æsíf. gerði stuttlega grein fyrir heimsókn fjárhags- og launanefndar í íþróttamannvirki bæjarins fyrr um daginn.                                                                                                  Í umræðum um viðhald og nýframkvæmdir var rætt um nauðsyn þess að draga ekki lengur að mála mannvirkin að utan.  Rætt var um nauðsyn endurbóta á sundlaug og möguleika á tilfæringum á aðstöðunni, færa búningsklefa og bæta leiksvæði fyrir börn.  Nefndarmenn voru sammála og vilja ítreka fyrri ábendingar um nauðsyn þess að lagfæra aðstöðu sundlaugar til þess að örva aðsókn.                                            Rætt um aðstöðu knattspyrnuiðkunar.  Nauðsynlegt að setja upp framkvæmdaáætlun um uppbyggingu aðstöðu vegna knattspyrnunnar.                                                 Skýrsla um starfsemi Selsins og fjárhagsáætlun verður lögð fram á næsta fundi.    Rætt um fyrirkomulag og áætlun um rekstur “Tómstundaskóla” fyrir börn 6-9 ára.  Umræðu verður framhaldið á næsta fundi þegar lokið verður við gerð gjárhagsáætlunar.

 

2.    Lagt fram bréf frá Veisluþjónustu viðskiptalífsins um afnot af íþróttahúsinu til skemmtanahalds 20. nóvember n. k. og í febrúar á næsta ári.  Samþykkt að hafna erindinu þar sem skemmtanahald  af þessu tagi raskar íþróttastarfinu og dagskrá í húsinu.  Skemmtanahald í íþróttahúsum samrýmist ekki öðrum rekstri þeirra og ber að forðast nema í undantekningatilvikum og þá aðeins þegar um er að ræða uppákomur í tengslum við starfsemi félaga og klúbba í bænum.

  Lagt fram bréf frá kvennaráði Gróttu-KR dags. 13. september 1999 þar sem óskað er eftir 1.470. 000.- króna styrk vegna yfirstandandi keppnistímabils.  Erindið verður afgreitt í tengslum við heildarerindi Gróttu vegna fjárhagsáætlunar.

  Næsti fundur og lokayfirferð vegna fjárhagsáætlunar verður haldinn miðvikudaginn 6. okt n. k. kl. 12:00.

  Með þessari fundargerð fylgir listi yfir helstu þætti æskulýðsstarfs á Seltjarnarnesi.

 

Fundi slitið kl. 18:50

 

Fundarritari var Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?